miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Sverige

Ég heyrði hjá honum karli föður mínum svolítið skemmtilega skýringu á hinu furðulega landaheiti Svíþjóð.

Svo var því háttað að mikið var um næpurækt í því landi, þá brenndu menn sinu á stóru svæði og sáðu í það næpum, en sá jarðvegur var einmitt mjög hentugur fyrir næpurækt. Í löndunum í kring þótti þetta hallærislegt, þar þurfti ekki að svíða landið til að rækta, og kölluðu Noregur og Finnlandi landið furðulega Svið-þjóð... og þaðan ku* nafnið vera komið!

Ekki veit ég hvort þetta er alþýðuskýring sem enginn tekur mark á, en skemmtileg er hún, hvað sem hver segir.


*sá sem getur frætt mig um sögu sagnarinnar 'ku' má gjarnan gera það.

Engin ummæli: