miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Úff


Fátt annað hægt að segja á svona dögum. Eina ráðið er að horfa á nógu mikið af Matador og borða nógu mikinn ís. (og drekka nógu mikinn bjór myndi Þura segja)

Nú er ég að missa af einstöku tækifæri til að hlusta á dóttur Che Guevara segja frá ævi sinni og starfi á Kúbu og Rómönsku Ameríku. Hún er á Grand Hótel akkúrat núna og ég sit hér í Árnagarði og er svo uppgefin að ég meika varla að standa upp og fara heim. Það er ekkert grín að vera svín skal ég segja ykkur.

Annars er helst í fréttum að miðasala á tónleika ársins, Megas og Píslarbandið í Hallgrímskirkju 25 .feb. er hafin. Stúdentar og aðrir aumingjar fá miðann á 1500 en hafið samband ef þið viljið vera í miðasölu eða dyraverðir (þarf 4 slíka!), og þá fáið þið að sjálfsögðu frítt. Æ fokkitt, farin heim.


Af hverju gerir maður ekki eins og Maude Varnæs og går i seng alltaf þegar eitthvað bjátar á?

Engin ummæli: