miðvikudagur, ágúst 30, 2006
Nú skil ég ekki mikið í peningamálum, en það er ekki frá því að kvikni ljós hjá mér þegar ég hugsa til þess að þó að leigan hjá mér hafi hækkað um 7.000 krónur frá því ég byrjaði að leigja fyrir ári síðan (samkvæmt vísitöluhækkunum), hafa húsaleigubæturnar ekkert hækkað, og eru enn 12.500 á íbúð (nóta bene, ekki á mann). Hvað á það að fyrirstilla? Þessar 6.250 krónur koma sér vissulega vel, en eru ekki nema dropi í hafið þegar kemur að því að borga leigu, að maður tali ekki um hita og rafmagn og síma og internet. Þá er ekki mikið eftir af rausnarlegu hámarksláni LÍN.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli