fimmtudagur, september 07, 2006

Meistarinn

Meistaranám í þýðingum hafið, „æðra nám við helstu menntastofnun landsins", ...og mér líður eins og tíu ára. Mig vantar þetta akademíska sjálfstraust, að ég geti þetta alveg eins og allir hinir, sem hljóma svo gáfulegir í tímunum. En ég veit svosem að flestir eru eins og ég, svolítið skelkaðir og segja þess vegna ekkert, og þessir sem tala og tala eru ekki heldur alveg öruggir á sínu og blaðra því um það sem þeir vita.

Þetta hefði ég þurft að vera búin að fatta fyrr.

En á heildina litið er ég mjög spennt fyrir vetrinum og öll námskeiðin lofa mjög góðu, svo ég ætla að rústa þessu skólaári.

Með meistarakveðju,
Svanhvít.

Engin ummæli: