Fimmtán þorskar á færibandinu þokast nær
Þrjár vikur enn af þorskastríði. Líkur á heilablóðfalli, kólesterólhækkun, heilabilun og heimskum börnum hverfandi. Spennandi þorskuppskriftir óskast.
föstudagur, mars 16, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
9 ummæli:
Ég eldaði ógeðslega góðan karrý fiskrétt á fimmtudaginn (úr ýsu reyndar). Hérna er uppskriftin.
1. Soðin hrísgrjón sett neðst í eldfast mót
2. Fiskbitar af stærð að eiginvali sett ofan á hrísgrjónin.
3. karrýi, slatta af ab-mjólk og sýrðum rjóma hrært saman í annari ská
l og sett ofan á fiskinn.
4. Hennt inn í ofn.
5. Ef maður vill getur maður sett ost ofan á seinustu 5 mínúturnar í ofninum.
- gott að borða með kartöflum.
- örugglega líka fínt að sjóða bara hrísgrjónin sér (ég átti þau soðin inn í ísskáp frá því fyrr í vikunni).
eitt enn, varstu búin að sjá þetta:
http://www.people.fas.harvard.edu/~shwayd/index.html
pff... löngu búin að gera þessa;)
ó, fyrirgefðu
Mér dettur aðeins eitt í hug Svanhvít:
Grænmetispanna a la Jóhann með fiskbitum.
Hahahahaha... já, ég á það nú alltaf eftir. Drekkist með undanrennu.
Mæli með að marínera þorskinn í hálftíma í blöndu af sítrónusafa, ólífuolíu, tamarísósu (=japönsk sojasósa), mörðum hvítlauk og rifinni engiferrót. Grilla svo stutta stund í ofni, bara þannig að fiskurinn verði akkúrat mátulega eldaður en alls ekki of mikið.
Annað sem er voða gott og einfalt er að setja fisk í fat og dreifa góðu pestói að eigin vali yfir hann. Rífa smá ost yfir og grilla/baka í ofni.
Nammnamm, mig langar í þorsk.
Kv. Vala.
namminamm... þetta hljómar vel... kominn tími á eitthvað annað en þetta sama gamla. Vantar bara tamarisósu - ætti að geta fundið hana...
Takk takk!
Svo er hægt að sulla saman nokkrum msk af mango chutney saman við 1 dós sýrðan rjóma (eða 1 pela rjóma ef á að dekra við sig), hræra vel saman og krydda með 2 tsk karrí og 1 pressuðu hvítlauksrifi... þá er komin fyrirtaks sósa með kjúkling eða fiski, bæði hægt að láta malla á pönnu eða ofnbaka.
Berist fram með hrísgrjónum og etv. nanbrauði og jógúrtsósu.
Skrifa ummæli