fimmtudagur, mars 22, 2007

<3>

Jæja, mikið var að einhver sá ljósið ... loksins heitir hljómsveit í höfuðið á mér:

Soðin skinka og <3 Svanhvít! komast áfram í Músíktilraunum

Veit samt ekki með "minna en" táknið og þristinn þarna á undan. Þar sem ég er svo ófróð í slíkri óhefðbundinni notkun á vélritunartáknum hafði ég samband við konu sem er útskrifuð á þessu sviði sem fræddi mig um að þetta er hjarta á hlið. Svo er eitthvað upphrópunarmerki á eftir en ég veit ekki hvort það er fyrir áhrif frá Reykjavík! eða til að undirstrika fegurð nafnsins. Hallast þó að því síðarnefnda.

Ég veit með hverjum ég held í Músíktilraunum.

9 ummæli:

Svanhvít sagði...

Þetta var erfið fæðing, Blogger er ekki sáttur við þessa táknanotkun frekar en ég og heldur að þetta séu einhver html tákn og reynir að breyta póstinum í samræmi. Þess vegna er titillinn svona ... og hann um það. Ég er farin í erfidrykkju hjá nafna föður míns.

Tóta sagði...

Einu sinni var til hljómsveit sem hét "Þórgunnur nakin" ekki Þórgunnur nakta heldur Þórgunnur nakin... þessi hljómsveit spilaði dauðarokk.

Hún var svo sem aldrei í neinu uppáhaldi hjá mér en það er gaman þegar maður fattar að það er til hljómsveit sem heitir það sama og maður sjálfur. Hefur þú sagt sambýliskonu þinni að það er til hljómsveit sem heitir það sama og hún?

Svanhvít sagði...

Þórgunnur nakin... svaaaalt...

Nei veistu ég ætti að segja henni það , hún gæti haft gaman af því að vita það!

Sigur Rós
<3Svanhvít!
Þórgunnur nakin

Fleiri sem eiga hljómsveit í höfuðið á sér?

Nafnlaus sagði...

Ég stóð alltaf í þeirri merkingu að <3 væri einhvers konar tilvísun í kvenlíkama...

Svanhvít sagði...

jú það flaug að mér líka... ég er bara svo ósjóuð... barasta veiteddekki. Er þetta rass og mitti?

Nafnlaus sagði...

Nja...kannski barmur og skaut

Nafnlaus sagði...

já... ég sá alltaf brjóst út úr þessu!

...þakka þér Svanhvít og þér Lára f. útskýringuna á þessu... þetta "tákn" hefur birst nokkrum sinnum á myndasíunni minni og ég hef ekki þorað að uppljóstra eigin fávisku og perraskap með því að spyrja hvað "brjósta-táknið" þýddi!

Nafnlaus sagði...

Hey vissuru að systir hennar Aldísar er í þessari hljómsveit? spilar á fiðlu og syngur bakraddir...

Ugla sagði...

Háskólinn í Bergen er með uglulógó. Mig langar í hann.