Viðbjóðslegt tilfinningaklám
að klína framan í mann auglýsingum um að maður eigi að eiga í ástarsambandi við bankann sinn. Bjakk. Hef bara því miður ekki áhuga. Vil ekki kærasta sem hugsar ekki um annað en peninga, og vill ekki einu sinni deila þeim með mér.
miðvikudagur, ágúst 22, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Þegar þú lýsir hvernig kærasta þú villt ekki þá vaknar spurnigin um hvernig kærasta þú villt.
Efni í bloggfærslu kannski?
Ástarsamband við bankann sinn væri gott dæmi um samband með óheilbrigðu valdajafnvægi.
...og þá er stutt í óæskilega kúgun af annars hendi.
Jeg nægter at deltage i sådan noget.
Orri minn, þú gerir nú ekki annað en sníkja bloggfærslur af blásaklausu fólki! Ég get ekki sinnt þínum duttlungum, nú erum við fullorðið fólk sem á að hafa aðra og merkilegri hluti að gera en að blogga.
Eða var það ekki annars?
Er til æskileg kúgun?
Er það félagsleg hliðstæða þess að stinga puttanum upp í kokið?
Já, vel að orði komist!
Eitthvað eins og þegar foreldrar pína grænmeti ofan í börnin sín.
Hvað er þetta, á manni ekki að finnast bankinn sinn hot ?
Ég meina, ég er kók-megin í lífinu, á í viðburðaríku ástarsambandi við bankann minn, tek ekki eiturlyf því kindin einar segir að það sé vont, mæti á tónleika á Miklatúni því allir mæta.
...pjúk...
Hvenær gerði bankinn þinn síðast eitthvað fyrir þig til að rækta sambandið? Ókei, bauð þér á tónleika, sem þú fórst ekki einu sinni á... og varst í raun búin að borga fyrir sjálf á löngum tíma.
Gefur hann þér blóm? Semur til þín ljóð? Býður þér út að borða?
Hélt ekki.
Málið er að það er frekar erfitt að vera einhleypur á þessu sviði, jafnvel erfiðara en gagnvart hinu kyninu. Ég á enga gullkistu undir rúmi.
Skrifa ummæli