sunnudagur, október 07, 2007

Leck mich im Arsch

Ég hef alltaf verið áhugamaður um ókeypis nótur af tónlist á internetinu og á þeim áratug sem ég hef notað netið hefur bæst við ógrynni af tónverkum sem er hægt að ná sér í án þess að borga. Ef einhvern vantar að ná sér í nótur af t.d. Sousa-mörsum, Vínarvölsum eða ítalskar óperur eins og þær leggja sig mæli ég með verkefninu IMSLP (International Music Score Library Project) þar sem er hægt að finna fullt af innskönnuðum nótum eftir tónskáld sem hafa verið dauð í yfir fimmtíu ár (samkvæmt kanadískum höfundarréttarlögum).

Þarna gat ég til dæmis fundið nótur fyrir blokkflautuna (sem er ekki gleymd þótt ég spili ekki mikið) og prentað út flautudúetta Telemanns og spilað án nokkurs samviskubits þar sem hann er búinn að vera dauður í 240 ár. Þarna er verið að setja inn öll verk Bachs og þetta á bara eftir að stækka svo líklega verður hægt að ná í nánast hvað sem er eftir einhver ár.

Þetta er mjög góður kostur, sérstaklega ef mann vantar bara eitt lag eða verk sem er annaðhvort bara til í einni rándýrri bók í Tónastöðinni eða ekki neins staðar á landinu svo maður þarf að panta af netinu sem tekur oftast vikurnar sem maður hefur einmitt ekki þegar mann vantar nótur.

Reyndar eru til fleiri svona síður, t.d. þær sem má sjá neðst á þessari. Svo er á þessari síðu hægt að finna verk Mozarts, meðal annars sex radda kanóninn hans "Leck mick im Arsch" ("Sleiktu á mér rassinn") og hinn þriggja radda "Leck mich im Arsch fein recht schön sauber" ("Sleiktu á mér rassinn vel og vandlega") sem reyndar er í seinni tíð ekki talinn hafa verið saminn af Mozart. Hér má svo heyra titil lagsins fluttan af heldri frú.

2 ummæli:

Magnús sagði...

WTF? Nú er raunveruleikaskynið hjá mér alveg dottið í sundur. En... en... hann samdi KLASSÍSKA tónlist!!!

Svanhvít sagði...

Kiss my ass! It´s a classic!

Já, hann samdi klassíska tónlist, en var líka mikill áhugamaður um rassa og kúk og kynlíf. Ég á bók með bréfunum sem hann sendi mömmu sinni og systur og þau eru mörg mjög 'grafísk'.