mánudagur, október 29, 2007

Skrýtibreytir

Hver hefur ekki velt því fyrir sér hversu margar Jennifer Aniston séu í einum ísbirni (9)? Eða hversu mörg A4 blöð jafngildi þyngd annars eista sléttbaks (111.345)? Hvernig hefur þú getað lifað án þess að vita að það þyrfti 45 hænur á vogarskál á móti einum Tom Cruise? Og 9.763.833 augu á móti einni Airbus þotu? Weirdconverter.com er málið.

2 ummæli:

Magnús sagði...

Tom Cruise er 90 kíló. Einmitt.

Svanhvít sagði...

Ehhh... já, það er kannski frekar ólíklegt.