laugardagur, nóvember 24, 2007

Hlekkir í boði SU

Stundum hef ég margt að segja og stundum ekki. Þannig er það bara.
Hér eru samt nokkrir hlekkir á dót sem mér finnst flott.

Þetta myndband er sérstaklega kúl.

Málarinn Michael Taylor

Eitursvöl spænsk verslun með munstri til að líma á veggi.

Myndir af veggjum.

Og hér er hægt að gleyma sér lengi. Miðar og myndir sem fólk finnur á förnum vegi.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Svanhvít endilega komdu í heimsókn Hneta þarf á því að halda að fá fólk í heimsókn kanski kíkjum við líka stutt til þín hún þarf líka að læra að fara í heimsóknir ekki bara til tengdó og mömmu og pabba ;)

Love you og hlakka til að sjá þig
Fjóla, davíð, Moli og Hneta

Unknown sagði...

Hæhæ sæta :)

Ertu í prófum og mikið að gera í skólanum? Það er yfirleitt algengasta ástæða þess að ég hef ekkert að skrifa um og finn mér allt annað að gera en læra t.d að finna heimasíður á netinu sem maður hefði annars ekki rekist á ;) Bara svona nett ágiskun.

Vona að allt sé í fínu og að þú sért komin í Ameríkuferðastuð ;)

luv,
Helga

Unknown sagði...

..djók..þetta er Helga Litla í DK..

..gleymi því alltaf að við erum tvær sem þú þekkir sem heita Helga ;)

Svanhvít sagði...

Fjólfjól er alltaf velkomin með kall og "börn".


Já, þær eru nokkrar Helgurnar.
Nei, ég er ekki í neinum prófum, er ekkert í skólanum þessa önn.

Ég hef verið að reyna að greina hvenær ég blogga mest og hvenær minnst en hef ekki fundið neina almennilega reglu á því. Helst að ég bloggi meira þegar ég hef sem mest að gera.

Ég er komin í mikið ameríkustuð, tek nett salsaspor inni á milli og horfi á chileíska fréttatíma til að venjast hreimnum. Ég býst líka við að þú sért komin með kínverskuna alveg á hreint ;)