...er að finna á síðu 42 í Fréttablaðinu í dag. (þessu blaði)
Mig langar að bæta við því sem komst ekki inn vegna plássleysis, sem eru nokkrir molar sem ég safnaði af alls kyns útlenskum síðum um íslenska banana. Njótið vel.
„Hvaða þjóð er stærsti bananaframleiðandi í Evrópu?
Ísland, 64 gráður norður, aðeins tveimur gráðum neðan við norðurheimskautsbaug.“
http://www.sln.org.uk/geography/SLNgeography@Iceland1.htm
„Ísland er stærsti bananaframleiðandi Evrópu og þar er ræktað mikið af ávöxtum og grænmeti undir plasti/gleri, svo að segja ókeypis.“ http://www.43places.com/entries/view/1584260
„...fólkið þar lifir lengst af öllum í heiminum, landið er nánast sjálfbært um bananaframleiðslu og þar var fyrsti kvenforseti heimsins.“ http://www.northerner.com/iceland.html
„Eina landið í Evrópu þar sem bananar eru ræktaðir í atvinnuskyni er Ísland.“
http://www.scribd.com/doc/48528/the-banana
„Það hljómar kannski furðulega en Ísland er stór bananaframleiðandi vegna eldvirkninnar sem gefur nóg af náttúrulega heitu vatni sem hinir framtakssömu Íslendingar nota til að skapa hitabeltisloftslag í gróðurhúsum sínum. Bananabýlin í Hveragerði eru mjög tilkomumikil.“
http://www.grandprix.com/mole/mole16402.html
„... Þess vegna er Ísland einn af helstu bananaframleiðendunum. Mikið af bönunum kemur frá Íslandi út af jarðvarmanum. [...] Hægt er að virkja þann hita og Íslendingar nota hann í gróðurhúsum til að rækta banana.“
http://www.thenakedscientists.com/HTML/podcasts/podcast-transcript/transcript/2006.04.30/
„Ein Evrópuþjóð þarf ekki að hafa áhyggjur af bananainnflutningi. Íslendingar rækta sína eigin banana í stórum gróðurhúsum sem eru hituð upp með vatni úr heitum hverum sem finna má á eyjunni.“
http://www.batplants.co.uk/bananasfinaldraft.htm
http://www.faqs.org/faqs/nordic-faq/part5_ICELAND/
...Hveragerði – „gróðurhúsaþorp“ þar sem sjá má hvernig Íslendingar rækta eigin ávexti og grænmeti og eru sjálfum sér nógir um banana.“
8 ummæli:
En þetta með að bananar muni deyja út, er það líka misskilningur eða ýkjur?
hahaha... hvað er þetta eiginlega? Er ég að missa af einhverju? Maður má ekki aðeins skreppa úr landi...
Mér finnst þetta sVOOO fyndið. Góð greinin hjá þér líka.
Þegar ég kom heim eftir kaffihúsaferðina okkar á fimmtudaginn prófaði ég einmitt að gúgla orðin Iceland og Bananas. Virkilega skemmtilegt að lesa niðurstöðurnar :)
Þetta með útrýmingarhættuna eru ýkjur, en það er samt satt að af því að bananann skortir erfðafræðilega fjölbreytni er hann veikur fyrir sjúkdómum. Þess vegna stendur algengasta bananategundin höllum fæti en er kannski ekki að fara að deyja út. Mér skilst að það sé verið að reyna að rækta upp aðrar tegundir með meira mótstöðuafl.
Er ekki hægt að setja íslenska erfðagreiningu í málið og fá þá til að finna upp íslenska banana með gríðarlegt mótstöðuafl...
Jú, svo mikið mótstöðuafl að hann drepur. Killer banana.
Snilld. Takk fyrir greinina, hún skemmti mér vel og lengi!
Ásta
convene validate frege midst yahoo endpoints azadpur development btinternet afforded fumarate
lolikneri havaqatsu
Skrifa ummæli