miðvikudagur, apríl 23, 2008

Mig minnir að ég hafi ekki verið búin að blogga um kórana mína. Ég er nefnilega byrjuð í tveimur kórum, annar er kór Háskólans í Santiago (USACH) (ekki míns háskóla) og hinn heitir Mozart-kórinn. Báða fann ég í gegnum vini fyrrverandi hans Rodrigos, sóngvarans. Þau heita Gabriel og Alyson (litla söngkonan, vinkona mín og þykjustusystir).

Kórarnir eru eins og svart og hvítt. USACH-kórinn er mjög góður og þar er unnið mjög hratt á æfingum, og sussað niður í þeim sem kjafta. Við erum að syngja Magnificat eftir Rutter (t.d. hér: http://youtube.com/watch?v=F3O_cV4bxRk) og fleira metnaðarfullt. Kórinn skiptist í venjulega kórinn og madrígalistana, sem eru allir pró söngvarar og eru með sér kór innan þessa kórs.

Í Mozart-kórnum er alls kyns fólk, aðallega sextugt og yfir, sem setur auðvitað sinn svip á mannskapinn (og sönginn). Ég og ein kona um fimmtugt erum til dæmis einu altarnir undir ellilífeyrisaldri. Svo er eitthvað af yngri krökkum líka, svo um daginn þegar var verið að tala um kórferðalag og lestarferðir fundum við út að líklega gætu allir fengið einhvernveginn afslátt af miðanum, eldriborgara, námsmanna eða eitthvað annað.

Í USACH-kórnum fara æfingarnar semsagt í að æfa og ekkert múður, en ég er ekki búin að kynnast fólkinu þar mjög vel, nema auðvitað Gabriel sem kom mér inn í kórinn. Samt er ég búin að vera í þeim kór í um fimm vikur.

Eftir tvær vikur í Mozart-kórnum (4 æfingar) er ég orðin eins og eitt af barnabörnum alls gamla fólksins og á morgun er ég að fara að syngja á tónleikum með kórnum. Það varð að sjálfsögðu til þess að allar gömlu konurnar fóru að spá og spekúlera í hverju ég ætti að vera á tónleikunum, því hér eru kórbúningar (og allir einkennisbúningar yfirhöfuð) gífurlega mikilvægir. (hér er hægt að sjá búningana: http://youtube.com/watch?v=0xRia1UVGDo) Ein sagði að ég gæti alveg eins verið í svörtu, "hún sker sig nógu mikið úr með því að vera svona ljóshærð að það breytir litlu þótt hún sé ekki í búning". Önnur benti á að ég gæti kannski notað búninginn hennar Kato sem er hætt, en önnur sagði að Kato væri með miklu minni barm, svo ég kæmist ekki í hennar kjól. Þá vildu þaer fara að lána mér pils og blússur í hrönnum, en ég náði blessunarlega að útskýra að ég ætti nú alveg föt sjálf. Ennþá er málið ekki leyst og ein gamla konan (sem er líka búin að bjóða mér í heimsókn "af því þú virðist góð og vel upp alin stúlka") ætlar að hringja í mig og láta mig vita hvernig fer.

Ég býð semsagt öllum sem komast hér með á tónleika í Catedral-götu í Santiago á morgun kl 20 að staðartíma. Aðgangur ókeypis, en fyrirvari kannski heldur stuttur.
---
Brauðmaðurinn kom í gær ("hæ, þetta er Jorge, "el amigo del pan"), stillti upp átta mismunandi tegundum af braudi á stofubordinu og lét mig svo smakka hvert og eitt og skrifaði niður hvað mér fannst. Hann er að bæta við brauðum í heimsendingarbakaríið sitt og vildi fá að vita hvað mér fyndist um mismunandi brauð til að vita hvaða brauð hann ætti að taka í sölu. Svo þarna sat ég með fullan munninn af brauði á meðan hann útskýrði fyrir mér lífsgædin sem eru fólgin í því að fá brauð í heimsendingu í staðinn fyrir að vera alltaf að fara í súpermarkaðinn ("ég fer bara einu sinni í mánuði í stórmarkaðinn, ég þoli það ekki.")

Úff, það er svo margt sem mig langar að skrifa um, skrýtnu skrúfurnar sem ég hef lent í síðustu daga eru alveg efni í nokkur góð blogg, en ég þarf að fara í tíma núna, og svo skrifa ritgerðina miklu sem ég á að skila á morgun (bara smáverkefni, 7-8 blaðsíður, sagði kennarinn).

Kórkveðjur, Lilia

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæ svanhvít gleðilegt sumar og Ella ef þú lest þetta til hamingju með afmælið.
ps. var þetta nokkuð hilmar þarna á orgelinu.

Nafnlaus sagði...

þetta er mamma

Nafnlaus sagði...

gleðilegt sumar, svanhvít mín. Vonandi gengu tónleikarnir vel í gær, þetta hljómar ótrúlega skemmtilegur félagsskapur sem þú ert í þarna.
Bið að heilsa brauðmanninum og skil vel þessi lífsgæði sem hann er að bjóða föl!

Nafnlaus sagði...

Mig langar í brauð í heimsendingu! Öfunda þig mikið þar.
Ánægð með að þú ert komin með "ömmur" til að snúast í kringum þig.
Þú ert ekkert smá dugleg í félagslífinu.

siggaligg sagði...

Ég fatta allt í einu að það er að koma vetur hjá þér, þetta var dálítið heimóttaleg ath.semd hjá mér. En jæja, ég óska þér samt gleðilegs sumars!

Svanhvít sagði...

Hahaha, takk fyrir gledilegtsumarid, thótt hér vadi ég haustlauf upp ad hnjám. Ég segi ad minnsta kosti gledilegt sumar og takk fyrir veturinn.

Ég er nú ekkert vodalega dugleg í félagslífinu midad vid thad sem ég aetladi ad vera, skólinn tekur bara alltaf soldid meiri tíma en madur reiknar med.

Ég er til daemis ekki í neinu hjálparstarfi ennthá eins og ég aetladi, thad er úr svo morgu ad velja ad ég veit ekkert hvort ég á ad vinna med krokkum eda gamalmennum eda fotludum eda fongum (nei samt ekki fongum), eda ad byggja hús eda kenna ensku eda tónlist eda halda menningarhátídir eda hvad. Svo er ég heldur ekki í neinum íthróttum, fer bara ad skokka í gardinum. Finnst eg vera vodalega lot eitthvad, midad vid allt sem eg aetladi ad gera.

Tinnuli sagði...

Mér heyrist þetta nú vera nóg! Ég meina, einhvern tímann verðurðu líka að drekka allt vínið okkar :)