mánudagur, september 01, 2008

Voðalega fer í taugarnar á mér að sjá fyrirsögnina "Búist við Gústav á næsta sólarhring" á mbl.is. Það er látið hljóma eins og fellibylurinn hafi EKKI drepið 85 manns nú þegar og valdið miklum skaða í löndum í Karíbahafinu. Alltaf þurfum við að taka allt beint upp eftir miðdepli jarðar, USA.

Ojæja.

Um helgina fór ég meðal annars í partí með Barbra Streisand og Judy Garland myndböndum, barokkóperuupptökum, tedrykkju og merkilega grófum hommabröndurum. Svo fór ég í grillveislu með eldriborgarakórnum. Næstu vikur verða líklega grillveislur annan hvern dag ef ekki á hverjum degi því að 18. september er þjóðhátíðardagurinn hérna og þá er grillað í heila viku, drukkið og dansað. Ég hef einsett mér að læra að dansa þjóðdansinn, cueca, og ætla að fá mér þar til gerðan vasaklút, því það er ekki hægt að dansa cueca án vasaklúts (eða tissjús, ef enginn er vasaklúturinn).

Á leiðinni í grillveisluna í gær lenti ég í metróvagni með klikkuðum fótboltabullum, sem er ekki lítið af hér í Santiago. Það var greinilega leikur þennan eftirmiðdag svo það var sungið og öskrað og hoppað upp og niður svo vagninn lék á reiðiskjálfi. Þá lætur maður lítið fara fyrir sér og vonar að enginn abbist upp á mann. Öllu verra er þegar þeir hertaka strætó. Þá fer stór hópur af gaurum saman upp í hvaða strætó sem er, segir bílstjóranum að keyra beint á völlinn, og hann hefur auðvitað ekkert val, svo farþegarnir sem eru fyrir í strætó verða bara að gera sér það að góðu, gera lítið úr sér og vona það besta, því það er algengt að þeir séu rændir. Bullurnar hlaða sér inn í strætó, hanga út um gluggana með fána eða sitja uppi á þaki, öskra og æpa og kasta steinum á þá sem halda með öðru liði og öskra á þá og kasta steinum á móti.

Jájá.

Eru ekki annars allir í stuði?

5 ummæli:

Unknown sagði...

Vúffí! Farðu varlega í strætó! Skemmtu þér vel í grillveislunum:)

Unknown sagði...

Vúffí! Farðu varlega í strætó! Skemmtu þér vel í grillveislunum:)

Magnús sagði...

Eitthvað rámar mig í að þetta hafi verið svona í denn þegar FH-ingar, Fylkismenn og annað álíka lið kom norður að spila við Þórsara. Þá var allt undir. Nú eða Skaginn maður. Úff. En til að svara spurningunni að hluta þá er ég allavega í gríðarlegu stuði. Hvað kosta annars fótboltaheilgallar út úr búð þarna?

Nafnlaus sagði...

íhaaaa

Svanhvít sagði...

Skal tékka á fótboltaheilgöllunum. Örugglega rándýrir.

Og Guðbjört, ég er ógeðslega spennt að heyra um Perúúú!

íííhaaaaa

*hóst hóst*