mánudagur, mars 29, 2004

úff. Þetta er farið að verða dúbíus... þriðji í þynnku! nei, það hlýtur að vera eitthvað annað í gangi..

Þessi hindberjabaka er ekki sem verst, ég tók yfir eldhúsið hjá Grími og "skellti í eina" - hún var bara nokkuð góð.

Tannkrem í kvöldmat er skemmtileg síða, soldið Hugleiks-leg.

Í gær sá ég engil. Og í kvöld mun ég aftur sjá engil. Hann er ellefu ára og heitir Ísak. Mig langar að eiga hann.
Hann syngur ekki bara eins og engill- hann er engill. Og þið getið öll fengið að sjá hann, á miðvikudaginn.

Mig dreymdi að ég hefði klesst á. Mig dreymir það reyndar nokkuð oft, og er svo ofboðslega fegin þegar ég vakna og minnist þess ekki að hafa klesst neitt á í alvörunni. En í nótt dreymdi mig semsagt að ég hefði klesst á og var búin að gera tjónaskýrslu og eigandinn að hinum bílnum var brjálaður eins og venjulega þegar mig dreymir svona, en svo vaknaði ég í draumnum og var ofboðslega fegin að þetta var bara draumur, en þá sagði Steini mér "nei, þú klesstir í alvörunni á". Svo þegar ég vaknaði í alvörunni tók það mig auðvitað smástund að átta mig á hvað hafði gerst og hvað ekki. Þetta er nú meira ruglið. Alltaf finnur maður nýjar leiðir til að skelfa sjálfan sig.


Þetta er nú frekar sundurlaus færsla, en ég er það nú líka einhvern veginn sjálf þessa dagana.

Engin ummæli: