Fyrstu dagarnir án Toyotunnar
Svolítið liðið frá síðasta bloggi, og ekki skrítið, enda margt sem hefur haldið mér frá tölvunni. Ég ætla ekki að tala um hvað tónleikarnir okkar voru frábærir, (sem þeir voru), aðrir hafa farið um þá mörgum orðum og er nóg um. Ég ætla ekki heldur að tala um Gettu betur (slæmt) eða Söngkeppnina (GOOTT). Allt þetta er hjóm miðað við áfallið sem ég varð fyrir á miðvikudagskvöldið.
Margir vita nú þegar hvað gerðist, eftir áratugalanga þjónustu í mannheimum hefur Toyotan okkar Steina sungið sitt síðasta og er horfin til betri staðar, þar sem gnótt er af rúðupissi, bílaþvottastöðvum og þar rignir smurolíu. Ég hef áveðið að takast á við missinn á heilbrigðan hátt og reyna að skrifa mig út úr sorginni. Sumir fara aðrar leiðir við að syrgja.
Hér var ég byrjuð á minningargrein, hún var hlaðin tilfinningum og hræðilega væmin. Ég ákvað að taka hana út, því ég held þið skynjið öll hvernig mér er innanbrjósts, það gera að minnsta kosti allir þeir sem einhvern tímann hafa á gamla druslu sem hefur dugað þeim í gegnum súrt og sætt en gefur svo upp öndina. Ég vissi að þetta gat gerst hvaða dag sem var, og þess vegna þakkaði ég fyror hvern dag sem hann fór í gang. En þó boddíið sé gamalt og ryðgað í sundur (dánarorsök) þá lifir minning hans í hjörtum okkar.
Minningarathöfn hefur farið fram, blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á kommakerfið hér fyrir neðan.
Að lokum vil ég minnast Toyotunnar okkar í ljóði eftir meistara Megas:
gamli skrjóðurinn
gengni móðurinn
geymir minning kæra
stíflað púströrið
stolið teinhjólið
stólgormar búkinn særa
gamli skrjóðurinn
gengni móðurinn
geymir hróðurinn
sunnudagur, apríl 04, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli