sunnudagur, júní 05, 2005

¡Tengo un calor que te cages!

Hitinn hérna og ég erum "ekki alveg ad dansa" eins og madurinn sagdi. Thegar hitamaelirinn sýnir 36-39 grádur á hverjum degi thá fer Svanhvít litla ad eiga bágt med sig. Nú er gott ad eiga blaevaeng, sem ég bregd nú oft á dag thegar ég fer ad svitna ad helvede til.

Reyndar er mesti thurrkur hér á svaedinu í 50 ár, svo mikill ad borgaryfirvold í Alcalá hafa bedid fólk um ad spara vatn, og thad voru birtar leidbeiningar um hvernig madur getur gert thad, t.d. fara frekar í sturtu en bad, thrífa badherbergid allt úr sama vatninu í sérstakri rod, vokva plontur ekki of mikid (erfitt í thurrkinum) og fleira. Íslendingurinn í mér á soldid erfitt med ad spara vatn, ekki von tví, en reyni thó eins og best ég get.

Annars er Alcalá furduleg borg, ég hef sagt mikid frá thessari Cervantes-maníu (um daginn tók ég thátt í ljósmyndamarathoni thar sem themad var Alcalá 400 árum eftir Cervantes, thad var mjog gaman), en um daginn vard ég eiginlega bara hraedd: klukkan var 5 á laugardagsmorgni, ég var steinsofandi og dreymandi eitthvad óskilgreint, thegar alltí einu byrjadi kór fólks ad kyrja í draumnum, Aaaaave María Madre Dios, Santa Marííía... Svo áttadi ég mig á ad mig var ekkert ad dreyma thetta, thá hélt ég án gríns í svona sekúndubrot ad ég vaeri komin til himnaríkis, en nei, ég fattadi ad ég var bara í rúminu mínu og ad songurinn kom inn um gluggann. Svo ég kíkti út og sá fullt af fólki á mjooog haegri gongu, og bíll med hátolurum á thakinu. Bíllinn stoppadi og thá byrjadi lestur úr biblíunni. Á medan stód fólkid og thagdi. Svo fór bíllinn aftur í gang og fólkid fór aftur ad kyrja. Eftir svona hundrad metra ad tví er mér heyrdist stoppadi bíllinn aftur og lesturinn hélt áfram. Og ekkert lágt sko! Svo komst ég ad tví ad thetta er gert á hverjum laugardegi, og thá mundi ég óraett einhverja drauma sem mig hafdi dreymt um furdulega sofnudi kyrjandi helgisongva ,thad voru thá bara Alcala-ellilífeyristhegar í Maríugongunni sinni.

Thad er allt of lítill tími eftir hérna, bara ´taepur mánudur!! ég (og allir hinir erassmussarnir) erum ordin soldid sentimental, ótrúlegt ad thurfa ad segja bara bless vid fólk sem madur er búinn ad vera med á naestum hverjum degi í 5 mánudi!

Á morgun er landafraedipróf, ég er búin ad laera allar hofudborgir í Sudur-Ameríku og langflestar í Midameríku (hver veit annars hvad hofudborgin í Hondúrass heitir). Svo aetla ég bara ad nota kommon sens. Vona ad ég hafi thad, kommon sens thad er ad segja...

Engin ummæli: