sunnudagur, október 16, 2005


Í gærmorgun vaknaði ég við það að köttur réðst á mig. Ég var svona milli svefns og vöku, og það var það sem varð mér til lífs, því ég náði að bera fyrir mig hendinni og kasta honum niður á gólf. En svipurinn á kvikindinu er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma, þegar ég í svefnrofunum sá hann stökkva á mig með hárbeittar klærnar út í loftið, eins og han hafi verið að bíða eftir að bráðin gæfi á sér færi. Nú er ég öskureið út í köttinn, og sýni héðan í frá enga vægð við að henda honum út úr íbúðinni þegar hann læðist inn.

ps. tók út af síðunni þetta blóm sem skaut víst upp kollinum í sumum tölvum, því var ofaukið.

Engin ummæli: