Sniðugt í útlöndum III
týpísk samtöl í Alcalá feb-júl 2005:
ú=útlendingur
s=svanhvít
ú: ...Og svona segir maður 'mierda' á finnsku. Hvernig segir maður það á íslensku?
s: Skítur..
ú: Hahaha, ski-tour, svona eins og skíðaferð á ensku? Haha
s: ja, já eitthvað svoleiðis..
ú: Hvaðan ertu?
s: frá Íslandi
ú *blank*
s:..í norðri..
ú: já, á Norður-Spáni? (þetta var Spánverji)
ú: Hvernig virkar þetta með sólarhringinn hjá ykkur, ef það er ekki sól, hvernig getur þá verið dagur?
s: það er bara þannig, við förum eftir klukkunni, ekki ljósinu.
ú: Haha, þá getið þið ekki talað um að vinna myrkranna á milli, hahaha
annar ú: haha, djöfull væri það langur dagur á sumrin, haha.
s: já... ha... ha...
ps. á finnsku þýðir frasinn 'katso merda' 'horfðu á hafið'. Í ítölsku þýðir sami frasi eitthvað eins og typpakúkur.. (mjög vúlgar, eitthvað sem maður segir ef maður gerir eitthvað mjög slæmt óvart, eins og að klessa á bíl eða brjóta eitthvað.)
miðvikudagur, október 26, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli