þriðjudagur, október 18, 2005

Kúla á hausinn

Í dag fékk ég kúlu á hausinn. Ég var að smíða plasthús (já, hressilegt að hrista af sér skólaslenið með því að byggja eitt plasthús eða svo) og gekk svo snilldarlega á járnbita sem var einmitt þar sem hann átti ekki að vera, í hæð þar sem maður sér hann ekki. Ég var lengi á eftir svona eins og Tommi í Tomma og Jenna, þegar hann er laminn með svona risasleggju og sér gula fugla fljúga kringum hausinn á sér.

Þegar ég var búin að jafna mig var mér sagt að allir sem voru að vinna við þetta hús höfðu rekið sig þarna í, og hver og einn oftar en einu sinni. Þá var líka bundinn strigi í bitann svo það gerist örugglega ekki aftur.

En það var fínt að spjalla við gamla kallinn sem ég var að smíða með, hann notaði svona verkamannaorðatiltæki eins og "...nei þetta er ekkert mál, bara eins og að drekka hland með nefinu", og þegar hann lamdi með sleggju beint á þumalputtann kvartaði hann sko ekki heldur hélt áfram að vinna, á meðan blóðið flæddi um allt.
Ég gæti ekki verið smiður.

Engin ummæli: