miðvikudagur, mars 15, 2006

Orð í lit

Þegar ég var lítil sá ég liti í orðum og stöfum. Ég gat sagt að F væri blár stafur og L væri brúnn, og H appelsínugulur. Ég gat séð heilu orðin í lit og skrifaði þau upp í litunum sínum. Ég hélt að allir sæu þetta, en þegar ég fór að spyrja fólk í kringum mig komst ég að því að ég virtist vera ein um það. Ég hélt ég væri eitthvað skrítin, en hætti svo að hugsa um það, og var löngu búin að gleyma þessum furðulega hæfileika þegar ég sá þátt fyrir stuttu um þetta. Þá er til eitthvað sem heitir Letter-Color Synaesthesia (já, auðvitað hefur það amerískt fræðiheiti) og lýsir sér í nákvæmlega þessum að fólk sér bókstafi og orð í litum. Hér er grein um þetta. Nú var ég að lesa að til eru fleiri svona abnormalísasjónir, undir heitinu synesthesia, eins og að heyra hljóð fyrir hvern lit eða sjá liti fyrir hljóð eða finna bragð af þríhyrningum, hringjum og kössum.

Það er stórfurðulegt að komast að því að maður býr yfir einhverju sem maður vissi ekki einu sinni að væri hæfileiki. Mjög lélegur og ónytsamlegur hæfileiki, en hann hefur þó allavegana fínt nafn á ensku!

Nú langar mig að spyrja, sjáið þið eitthvað svona? Hvernig er orðið 'bíll' á litinn?
(ég er orðin miklu lélegri í þessu með árunum, ég sé ekki lengur orð í lit, bara stafi.)

...já, ekki er öll vitleysan eins...

Engin ummæli: