fimmtudagur, september 21, 2006

Á blaðsíðu fjögur í Fréttablaðinu þann 21. september má sjá mynd af þremur meintum vændiskonum að mótmæla. Ég er ein af þeim (hinar eru Ragnheiður og Ugla, og þetta voru friðsöm mótmæli UVG). Nú hef ég líka komist að því að í myndasafni Fréttablaðsins er þessi mynd merkt "Vændiskonur mótmæla". Ég er semsagt orðin vændiskona í gagnasafni Baugsmiðla. Það verður gaman þegar í framtíðinni verður skrifuð "Saga vændiskvenna" eða álíka og afsprengi mín geta skammast sín fyrir ættmóður sína.

Engin ummæli: