Meistararnir
Í dag er ég glaður – í dag vil ég syngja,
dansa til morguns við hverja sem er.
Við flakkara allt eins og kóng vil ég klingja,
ég kæri mig ekkert um nafnið á þér.
Þú ert vinur minn víst eins og veröldin snýst
–á víxla ég skrifa nú eins og þér líst.
Í gær var sett hér færsla með yfirskriftinni Meistarinn, en sú yfirskrift á mun betur við í dag, því áðan varð ég vitni að sögulegum viðburði, þegar fótboltalið íslenskunema rústaði FC Gás og vann VISA-bikar HÍ í fótbolta.
DJÖFULL VORU ÞEIR GÓÐIR!!
Svo lengi sem Mímir heldur áfram að gera garðinn frægan á þennan hátt dettur mér ekki í hug að segjast EKKI vera í íslensku, þó tæknilega séð sé ég í bókmenntafræði- og málvísindaskor.
Áfram Mímir!
föstudagur, september 08, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli