sunnudagur, september 24, 2006

Varnaglar

Ég var að skrá mig inn á vef sem heitir Questia.com þar sem er hægt að finna aragrúa af alls kyns fræðigreinum, bókum og whatnot. Á þessari síðu má sjá hvernig maður getur "save 9 hours of research work", af því það er allt svo miklu fljótlegra á netinu með Questia. En auðvitað er alltaf hætta á lögsókn, svo til að tryggja að enginn frústreraður nemandi sem ekki sparaði 9 klukkutíma fari ekki að kæra Questia fyrir að hafa eyðilagt feril sinn sem fræðimaður, þar sem hann mínusaði 9 klukkutíma af áður en hann átti að skila lokaritgerðinni sinni og varð of seinn, má sjá þetta í ööörsmáu letri fyrir neðan:

Questia cannot guarantee that it will save every student 9 hours, or any time for that matter, writing a research paper. This is intended to illustrate how Questia can save students significant amounts of time in many instances by eliminating steps in the traditional paperwriting process.

Allur er varinn góður, sagði kellingin...

Engin ummæli: