sunnudagur, febrúar 25, 2007

Gataprjónsaðferð

Internetið er dásamlegt. Ég er búin að vera að vandræðast með prjónauppskrift heillengi, því í henni er notuð sjaldgæf aðferð við að fitja upp sem ég kunni ekki. En það þarf auðvitað ekki nema að gúgla hana til að fá yndislega nákvæmar leiðbeiningar um þessa aðferð, svo nú get ég hafist handa í veikindunum. Já, lýðnetið er hægt að nota í ýmislegt annað en fyrstupersónuskrif og klámgláp!

Ég er annars búin að fá ógeð á þessum "pólitísku" moggabloggum og öðrum sem flæða yfir allt og eru svo langt í frá að vera skemmtileg því þar skiptir mestu máli að vera fyrstur til að blogga um nýja frétt á mbl.is eða hvað einhver annar bloggaði um fyrir hálftíma síðan. Vinnuveitendur ættu að vera uggandi, það er ekki lítill tími sem hlýtur að fara hjá þessu fólki í að skoða mbl.is á hálftíma fresti og taka bloggrúntinn þess á milli til að vera nú vel upplýst um allt það sem hinir eru að segja! Og þegar hver einasti bloggari er farinn að tala um tvær kartöflur í Bónus þá finnst mér komið gott, má ég þá heldur biðja um skemmtileg* blogg sem létta manni amstur dagsins en þyngja það ekki, en fá mann samt til að hugsa. Mæli til dæmis með nýjasta pistli Guðbjartar í Flórída (23. feb).

*bara nokkur nefnd hér. Hvernig get ég flutt hlekkjalistann yfir á nýja blogger? Það gerðist ekki sjálfkrafa hjá mér.

Jæja, gataprjónið bíður ... ekki lengi!

4 ummæli:

Þura sagði...

Úff, algjörlega er ég sammála þér núna, það er alveg full vinna að fylgjast með þessum pólitísku-, þjóðfélagslegu-, í umræðunni- bloggum.

Spái því að þessi blogg fari bráum úr "Heitt" reitnum í Birtu og yfir í "Kalt" (eða er Birta hætt að koma út?)

p.s. ég flutti linkalistann minn bara yfir manualt.

Tinnuli sagði...

Ó, þakka ástsamlegan heiður fylgjandi því að vera hlekkjuð *skemmtilegt blogg! Ég skal biðja fyrir þér og senda þér jákvæðar vítamínhugsanir svo þér batni og getir passað á miðvikudaginn! Hlekkjalistann skal koppía úr gamla templeitinu (hafirðu koppíað það) og peista yfir í það nýja... Auf wiedersehen. Tinna og Óperubarnið.

Svanhvít sagði...

Birta þótti ekki nógu arðvænleg og því var hætt með hana en haldið áfram með Sirkus í staðinn (!).

Ég veit ekki hvert ég á að koppípeista linkalistann, það er eins og það sé bara hægt að setja einn og einn link inn í einu - því nenni ég ómögulega.

Þakka hlýleg orð:)

Magnús sagði...

Þessi fjölhlekkjun var með allra svalasta móti. Mér er heiður að aðildinni.