miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Mount Svanhvít

Ég er í vandræðum með þennan nýja Bloggara, hann leyfir mér ekki að demba inn hlekkjasúpunni minni. Kann einhver? Ekki vil ég vera ein á báti og hlekkjalaus.

Það er annars gott að sumir eru fljótir að kveikja á perunni, og fljótari en jors trúlí. Í gær ætlaði ég að hringja í tónlistarmann nokkurn til að fá hann til að spila á tónleikum. Ég valdi nafnið hans í símaskránni á símanum mínum og hringdi. Hann svaraði, en ég var hissa hvað hann var alvarlegur, þetta er nú mjög glaðvær maður að eðlisfari. Ég lét það ekki á mig fá heldur kynnti mig og var bara hress á móti og spurði hvernig hann hefði það, hvernig gengi, vissi að mikið hefði gengið á hjá honum upp á síðkastið, útgáfa og barneignir meðal annars. Þetta virtist nú koma svolítið flatt upp á hann en hann svaraði þó, tók þó ekkert rosalega vel undir. Þetta var nú svolítið skrítið svo ég vatt mér bara beint í efnið, hvort hann gæti spilað með Megasi á tónleikum um páskana? Hann þagði smá en sagði svo "Ja ég vildi að ég gæti það, en ég held þú sért að fara mannavillt Svanhvít mín, ég held það sé hann [rétt nafn] sem þú vilt ná í. " Auðvitað áttaði ég mig þá á því í hvern í hafði hringt. Fyrrverandi yfirmann hjá 365, sem kann eftir því sem ég best veit ekkert á hljóðfæri. Hann var samt svo fljótur að tengja að hann gat leiðrétt þennan asnaskap minn eins og skot og fannst þetta held ég bara fyndið. Eða það vona ég. Mér fannst það allavega brjálæðislega fyndið. Best finnst mér samt að hann hafi áttað sig strax á hver það var sem ég vildi ná tali af!

Þetta var asnaskapur gærdagsins í boði Svanhvítar. Reyndar náðu þeir að vera tveir, asnaskaparnir, því mér tókst líka að verða bensínlaus og þurfti að láta skutla mér úr vinnu upp á bensínstöð og til baka.

Í dag hef ég ekki gert neitt asnalegra en asnast til að kaupa kíló af vondum gulrótum. Hins vegar komst ég að þessu: Það er fjall á Baffin-eyju (N-Kanada) sem heitir Mount Svanhvit. Það er um 1.900 m hátt og var fyrst klifið 1991.

P.s. Ég mæli með þessari færslu. Elín fyndin já.

2 ummæli:

Unknown sagði...

Verður þetta ekki bara þín Mekka, að komast upp á toppinn á Mount Svanhvíti?

Það væri mjög töff.

Nafnlaus sagði...

Jeij, einhverjum öðrum en mér finnst ég fyndin!

Annars get ég ekki hjálpað þér með blogger en mér finnst wordpress kerfið alveg voðalega skemmtilegt og þægilegt.