Kaþólski háskólinn í Chile
Örlað hefur á misskilningi út af skólanum sem ég er að fara í, hér á síðunni og víðar. Þótt skólinn heiti þessu kaþólska nafni er hann ekki frekar kaþólskur en Kvennaskólinn er bara fyrir konur eða Fósturskólinn sálugi fyrir fóstur. Eða að allir séu tælandi á Tælandi. Eða þið skiljið.
Ég fer allavega í mars þegar veturinn skellur á í Chile og kem ca. í desember, svo ég fæ að upplifa þrjá vetur samfleytt, þ.e. vera einum vetrinum eldri og viturri en ella, er það ekki? Líklega var ekki reiknað með slíkum stórreisum þegar Íslendingar fóru að reikna aldur eftir því hvað þeir höfðu litið marga vetur.
fimmtudagur, ágúst 02, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Ha ha, allir tælandi á Tælandi! Hí hí, þú ert svo sniðug;-)
Já, by the way, við Árni ætlum að reyna að koma í heimsókn!!!! Hlökkum allavega þvílíkt til að fá þig í heimsókn!
ja hérna hér. ég segi nú bara ekki annað
Er það ekki bara aldur á skepnum sem er talinn í vetrum því að þau fæðast alltaf á sama árstíma (vorin eða eitthvað)?
Nei nei, átján vetra piltur, það er alveg sagt. En jú þetta er auðvitað aðallega um húsdýr...
Skrifa ummæli