fimmtudagur, október 25, 2007

CHI-CHI-CHI - LE-LE-LE

Þar sem enginn fattaði snilldarlegu paródíuna mína hérna fyrir neðan verður þessi færsla rituð eins berum orðum og hægt er.

Ég er komin með flug til Santiago.

25. febrúar næstkomandi flýg ég frá Keflavík til Orlando í Flórída. Þar verð ég hjá krókódílahjónunum, án efa í góðu yfirlæti, allt til þess sjaldgæfa dags 29. febrúar. Þá legg ég af stað í eftirmiðdaginn og flýg frá Orlando til Panamaborgar í Panamá þar sem ég teygi úr löppunum í klukkutíma áður en ég fer í sjö tíma flug til Santiago í Chile. Þangað verð ég komin um fimmleytið í bítið 1. mars.

Þetta er ekkert svo voðalegt. Vonandi kemst ég í heilu lagi fram og svo aftur til Íslands tæpu ári seinna og farangurinn líka. Ég held að það sem móðir mín óttist mest sé að ég gerist smokkasmyglandi burðardýr sem verður síðan kviðrist og innyflin seld hæstbjóðanda. Ég lofa engu.

En vissuð þið að Chile er ekki bara lengsta land í heimi heldur er þar líka að finna heimsins stærstu sundlaug? Ég held ég láti mér samt nægja endalausa strandlengjuna.

Ég lýsi því yfir að Svanhvít er hér með formlega orðin spennt.

9 ummæli:

Bastarður Víkinga sagði...

Ha?

Skilekki.

Unknown sagði...

Hlakka til að fá þig í heimsókn!

Nafnlaus sagði...

ég er ekki orðin spennt. Kannski pínu spennt að heyra frá ævintýrum þínum þarna en annars finnst mér það almennt vera óþolandi ósvífni þegar vinir mínir fara til annarra heimsálfu. Og skilja mig eftir í skítnum og rigningunni. HNUSS

Svanhvít sagði...

BV: ...þegar maður loksins reynir að tala skýrt...

G: Ég líka! Gerum við ekki eitthvað skemmtilegt? Síðast þegar ég kom til Flórída (1994) fór ég í Disney Epcot og Universal Studios, vil ekki fara þangað aftur. Væri miklu meira til í krókódílasiglingu eða fiðrildagarð.

S: Fyrirgefðu. Ég skal reyna að sitja á mér.

Æ nei, samt, held ég geti það ekki.

Skal reyna að segja skemmtilegar sögur ef ég mögulega get. Verst að þú getur ekki notið ferðarinnar minnar eins og ég get notið barnanna þinna ;)

Þura sagði...

Jei til hamingju með þetta :)

Mátt senda mér link á flugfélög sem þú flýgur með.

Tóta sagði...

Oh mig langar svo að heimsækja þig. Hvað kostar flugmiðinn :)

Bastarður Víkinga sagði...

Nýja lúkkið er gott.

Bastarður Víkinga sagði...

Nýja lúkkið er gott.

Svanhvít sagði...

Flugið kostaði tæp 60 þús - aðra leið. Auðvitað til margar aðrar leiðir, en þetta var það besta sem ég fann þar sem ég fer í gegnum Orlando. Sá reyndar síður þar sem voru miklu ódýrari flug (þar sem var millilent 2 og 3svar) en þar þurfti maður að eiga bandarískt/kanadískt kreditkort og ég er víst ekki svo fræg.

Ég er vond vond og nappaði hausmyndinni af einhverri flickrsíðunni fyrir löngu og nú man ég alls ekki hvaða síðu, það þykir mér leitt.