Vísnagáta
Hér er vísnagáta sem ég bögglaði einu sinni saman. Eitt lausnarorð, sem fæst út úr hverri línu. Mjög létt. Svar óskast með skýringum á hverri línu.
Lýti er á löppum mér
Langan jafnan köllum vér
Hann með einu auga sér
Allt það þekkir hippager.
12 ummæli:
Maður nokkur keypti sér páfagauk. Hann endurtekur hvert orð sem hann heyrir - sagði afgreiðslumaðurinn í gæludýrabúðinni. Maðurinn fór spenntur heim með páfagaukinn en þegar heim var komið sagði gaukurinn ekki orð. Samt laug afgreiðslumaðurinn ekki. Hver er eðlilegasta skýringin á þessu ?
Ertu að rifja upp íslenskuna, Magda mín?
I´d say that it´s because the man didn´t say a word...
Hope you didn´t get burned in San Diego - or too harassed by your mother in law!
En ætlar í alvöru enginn að spreyta sig?
Það má alveg koma með orðið og einhverjar skýringar sko...
hehehe...
ég er búinn að fatta þetta. Það sem til þarf er: Þjrár tsk. Gylfaginning, nokkrar postmódernískar óstórar þrifnaðar vandanir og tilfærsla milli orðflokka í fyrsta orði í 2. línu. IG
Á maður ekki að ljúka málsgreinum með punkti í svona vísum?
Ég elska orðagátur...!
Hár eru lýti á löppum
Hár er langur maður
Hár hafði eitt auga
og hippagerið hafði mikið hár.
Er þetta ekki hár-rátt hjá mér?
Til hamingju, pápi gamli og Ásta, þetta er auðvitað hár-rétt.
Hár er eitt dulargervi Óðins í Gylfaginningu og Óðinn er eins og allir vita með eitt auga.
Í síðustu línunni var ég reyndar að vísa í myndina Hárið.
Til lukku. Þið eruð ekki alvitlaus.
Orri hins vegar nennti ekkert að spreyta sig, hann vildi frekar vera með tittlingaskít um greinarmerkjasetningu. Og jú, Orri, það er örugglega rétt hjá þér, ég hefði átt að segja punkt, en hins vegar sér maður oft svona punktalausar vísur. Æ, fokkitt.
Þetta var nú meira meint sem saklaus spurning frekar en tittlingaskítur. Ég haf lengi litið á þig sem fjölfróða um allskonar kveðskap og datt því í hug að þú ættir svar við spurningunni.
Ég var samt að pæla í að giska hvort þetta væri píka (eða tippi) og enn eitt píkubloggið hjá þér (ég sá samt ekki hvernig það passaði við línu 2) og svo veit ég eiginlega ekki hvað hippager er. Er það einhver spes tegund af brauðgeri?
og um hvern er þessi ljóðstafalausa vísa?
Hver er það sem tekur til máls,
með punktlausum vísum og píkubloggi.
Nafna hvíts fugls með S-laga háls
og hvítan haus með Afríkugoggi.
Þetta var meira svona hippa-ger eins og í fugla-ger.
Þetta með tippi/píku er mjög frumlegur lestur á kvæðinu, sérstaklega ef við lítum á fyrstu línuna. Hvað segir Freud um það?
Alltaf get ég treyst á þig, Orri, að varpa fram vísu þegar vel við á.
já, ég hélt þetta væri kannski tippi. þetta langa, eineygða fyrirbæri sem hangir milli lappanna á karlmönnum. og hipparnir voru víst kræfir í beðmálunum.
en þá hefði gátan ekki verið eins góð.
Skrifa ummæli