"Well, it was a big bird"
Jæja, ég skrapp til Lundúnaborgar í nokkra daga til að fara með rúmföt og hlýjar peisur til Þuru og heimsækja hana í leiðinni. Hægt er að sjá nokkrar myndir úr ferðinni á blogginu hennar og ég þakka henni kærlega fyrir höfðinglegar móttökur í höllu sinni (10 - nei, afsakaðu, 12 fermetra herberginu með baðinu þar sem maður getur farið í sturtu á meðan maður situr á klósettinu (nei ég gerði það ekki)). Eins og góð vinkona varð ég að gæðaprófa og samþykkja híbýlin og þau fá Svanhvít´s seal of approval.
London var góð eins og alltaf og mjög gaman að hitta Hring og Möttu, gaman að fara á Camden, British Museum og Spamalot, en ekki jafngaman á Ministry of Sound (sorrí). Líka gaman að sitja bara og borða og drekka bjór. Líbanskur matur er mjög góður (og vel útilátinn, hmm...).
Ég kom heim á þriðjudaginn og átti að fara í loftið frá Heathrow klukkan 13. Eitthvað seinkaði fluginu og loks var okkur tilkynnt að það yrði bara alls ekki flogið. Við fengum hins vegar forláta 'meal vouchers' upp á 17 pund til að seðja sárasta hungrið fram að kvöldflugi, sem var sett kl 21. Ég sá fram á ömurlega sjö klukkutíma á fokdýrum flugvelli með ekkert að gera nema éta og drekka bjór, en það rættist úr deginum þegar ég fór að spjalla við tvo aðra einstæðingstrandaglópa sem voru líka ósköp glaðir að þurfa ekki að húka þarna einir. Deginum eyddum við svo saman á flugvallarbörum í hrókasamræðum, mjög ánægjulegum, og ég þakka Róbert og Rúnu kærlega fyrir. Í svona aðstæðum þýðir ekkert að pirra sig heldur verður bara að smæla framan í heiminn. Við bölvuðum því reyndar aðeins að þurfa að ná í ferðatöskurnar á bandinu eins og við værum að koma til landsins og fara í vegabréfaeftirlit og svo tékka okkur inn aftur og fara í gegnum öryggishliðið aftur (do I really have to take my shoes off?) en við brustum þó ekki í grát eða snöppuðum eins og sumir viðstaddra.
Það er lítið annað að gera á flugvelli en að versla svo ég gerði svolítið af því. Keypti mér mp3-spilara sem ég hef ætlað að gera lengi, tösku utan um myndavélina og ýmsan annan lífsnauðsynlegan óþarfa. Ég fékk þó nóg þegar ég fór í skóbúð og sá álitlega skó sem ég vildi fá að máta í stærra númeri. Þeir voru númer 37.
Ég spurði afgreiðslukonuna: Do you have these a little bigger?
Afgreiðslukona: Which number do you usually take?
Ég 37-38.
Afgreiðslukona (hranalega): Your feet don´t look like a 37.
Ég: Well...
Afgreiðslukona: Try these, they are 39,5.
Ég (máta skóna): They are way too big. Can I just get the nr. 37 or 38?
Afgreiðslukona: Well, you just don´t look like a 37-38.
Ég (hissa): Can you get them for me, please?
Afgreiðslukona: Well... OK then. (fer og nær í skóna)
Eftir að hafa mátað skóna fannst mér þeir allt í einu ekkert flottir lengur og þakkaði pent fyrir mig og fór. Við hvora hafa þessar bífur verið fastar í 25 ár, mig eða þessa kellu?
En hvað um það. Ég komst í það minnsta að því með hjálp sessunautanna hvað hefði komið fyrir flugvélina og ástæðan var víst 'collision with a bird'. Hversu magnað er það? Einn fugl í hreyfli stöðvar för stórs hóps af fólki og kostar Flugleiði örugglega milljónir. Það þurfti líka að fá extra langa flugvél í kvöldflugið til að geta troðið þangað okkur öllum og öllum í kvöldfluginu, og (líklega) þess vegna seinkaði því flugi um tvo klukkutíma. Ég átti semsagt að lenda klukkan 15 um daginn en var svo ekki komin heim til mín fyrr en klukkan 3 um nóttina. Ojæja. Ég lærði allavega spilið Pass the Pigs á leiðinni heim sem ég og sessunautarnir spiluðum af miklum móð og gerðum örugglega langþreytta nágranna okkar gráhærða.
föstudagur, október 05, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
he he vissi að þú værir ekki með stafsetningarvillu í blogginu! Það má skrifa peysa eða peisa! Sniðugt... Nú er bara spurningin fyrir íslenskufræðinginn: Er fagurfræðilegra betra að skrifa peisa?
Nei, nei. Reyndar finnst mér fallegra að skrifa 'peysa' en ég veit ekki... skrifaði þetta bara og gleymdi að breyta því. Skrifa alveg jöfnum höndum 'skrítið' og 'skrýtið' en alltaf 'ítrasta' en ekki 'ítrasta' þótt hvort tveggja megi. Finnst flottara að sjá 'bleyja' en mörgum finnst 'bleia' miklu flottara... æ fokkitt.
Þú hefðir getað stungið upp í helvítis kellinguna svona:
-how much do they cost?
-50 pounds.
-They don't look like 50 pounds, Try this, this is 30 pounds...
(eða whatever tölur sem er).
Já, rétt. Búin að finna milljón svör sem hefðu verið betri en að fara bara út... vitur eftirá, já.
Eins og Georg prins orðaði það á sígildan hátt í Blackadder: "It wasn’t until ages later that I thought how clever it could have been to have said, "Oh bugger off, you old fart!""
Skrifa ummæli