Það eru engin stefnumót í dag
Ég er með símann minn, sem er samlokusími, stilltan á íslensku. Það er ágætt og fer sjaldan í taugarnar á mér. Smá samt þegar ég slekk á vekjaraklukkunni á morgnana og þarf að ýta á takkann "hætta við að nota vekjaraklukku". Ég er ekkert að hætta við að nota hana, ég er hætt að nota hana þennan daginn! Þetta hljómar eins og ég hafi gert mistök og þurfi að hætta við. Ókei, allt í lagi, ég get sætt mig við það.
Það sem hins vegar fer í taugarnar á mér er takkinn sem ég þarf að ýta á til að sjá hvað klukkan er, a.m.k. þegar það er dimmt. Ef ég ýti tvisvar á takkann fæ ég klukkuna upp, en ef ég ýti óvart einu sinni stendur í skærappelsínugulum stöfum í alltof margar sekúndur "ÞAÐ ERU ENGIN STEFNUMÓT Í DAG". Svona bara til þess að ég gleymi því örugglega ekki að ég á ekkert stefnumót í dag, frekar en aðra daga. ÞAÐ er farið að pirra mig.
fimmtudagur, nóvember 08, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Djöfull væri það gott feis á símann þinn ef þú færir einn daginn á stefnumót.
Já, fokking feis fokk. Það fær sko að fara inn á símann minn.
p.s. er kannski sorglegt að blogga svona?
Hahaha þetta er dásamlegt blogg!
Skemmtilegra en stefnumót? ójá!
hahahahahah. úff. skellihló. Minnig mig á Briget Jones:)
Haha. Þetta er fyndið!
já. suma hluti er bara óþarfi að nefna.
gasalega taktlausir alltaf, þessir símar.
Segðööö. Hafa engan sans fyrir neinu.
Hringja með bölvuðum látum þegar maður er í bíó, þegar maður er sofandi... og halda að þeir séu svo ómissandi. Símar.
Skrifa ummæli