sunnudagur, nóvember 04, 2007

Og það var ekki Baltasar

Einn er sá atburður helgarinnar sem ég virðist ekki geta losnað við úr hugskotssjónum mínum, mér til mikils hryllings. Á Ölstofunni á föstudagskvöldið nálgaðist mig frægur kvikmyndaleikstjóri, síðhærður með mikið skegg, horfði framan í mig áreiðanlega mjög þýðingarmiklu augnaráði eitt augnablik og smellti svo á mig blautum kossi beint á munninn. Síðan var hann farinn eins fljótt og hann hafði komið. Ég stóð eftir ofurlítið einsamalli en áður, með örlítið sár á hjartanu. Gerðist þetta í raun eða var þetta einungis freudísk ímyndun lítillar stúlku? Hvað þýðir þetta allt saman?

21 comments:

Þura sagði...

og var þetta ekki Baltasar?!? hver þá?

Peter Jackson???

(skjótra viðbragða er vænst)

Svanhvít sagði...

Uhh... æ ég gleymdi. það eru eiginlega allir frægir kvikmyndaleikstjórar með mikið hár og skegg. Þetta er þessi íslenski.

Svanhvít sagði...

Sko þetta er ennþá alltof vítt greinilega. Þetta er þessi brúnaþungi þumbaralegi með rauða hárið og mottuna.

Ég fékk að finna fyrir mottunni.

Unknown sagði...

Friðrik Þór auðvitað!!! ehehe-ég vissi þetta auðvitað ekki svo ég las bloggið fyrir Árna-sem segir að Friðrik Þór hangi alltaf á Ölstofunni...þannig að þú gætir hitt hann þar aftur! Vúhú ;)

Unknown sagði...

Já-p.s. Árni ætti eiginlega að fá extra plús í kladdann því ég las ekki vísbendingarnar í kommentunum fyrir hann;)

Bastarður Víkinga sagði...

„ Þetta er þessi íslenski. [...] Þetta er þessi brúnaþungi þumbaralegi með rauða hárið og mottuna.“

Þetta passar enn við fleiri en einn.

Svanhvít sagði...

Já, Árni fær plús í kladdann. Hann er greinilega hugsandi maður.

Ég gleymdi hvað þeir eru margir svona þegar ég skrifaði þetta. En jú, þetta var FÞF.

Þura sagði...

Dem ég var einu sinni ekki nálægt !

Já en þegar ég fer að pæla í því, ef Peter Jackson hefði kysst þig á munninn þá hefði bloggið líklega verið með aðeins öðrum áherslum...

En FÞF og mottan hans... athyglisvert.

Nafnlaus sagði...

Ojj.

Bastarður Víkinga sagði...

Ég hef aldrei verið kysstur af Frikka, en hann kallaði mig einu sinni homma þegar ég neitaði að tjatta við hann, svo kannski langaði hann.

Okkur dreymir öll um Frikka, en þú hefur lifað það!

Svanhvít sagði...

And how.

Þura sagði...

Ég gleymdi að segja hvað þetta þýðir:

Hrópaði hann 'EPA EPA' á meðann hann kyssti þig?

Ef hann gerði það þá er sko að koma heimsendir.

Svanhvít sagði...

Nei. Það komu samt engisprettur út úr eyrunum á honum, merkir það eitthvað?

Ég hef þó rekist á 'epa' víðar, þ.e. í minni kæru sápu, þar sem 'epa' er einmitt upphrópun, svona eins og 'hey!'. Menningarlegar skírskotanir eru víða.

Þura sagði...

Það þýðir að gaurinn sem ég er búinn að finna handa þér er óvart grískur en ekki spænskur, er það ekki í lagi?

(að plata mann svona með því að tala ensku eins og Spánverji ætti að vera bannað)

Svanhvít sagði...

Eh...
grískur, spænskur, íslenskur... vottevör.

Þura sagði...

...bara að hann sé hot!

That's the spirit, never give up.

Ofurrauðkan sagði...

ölstofan...sami staðurinn og Egill Ólafsson kleip mig í rassinn...precious memories...

Svanhvít sagði...

Þar hefur nú margt skrítið og skemmtilegt skeð.

Nafnlaus sagði...

hei Hilmir Snær kyssti vinkonu mína beint á munninn á ölstofunni og dansaði aðeins við hana eftir ganginum hjá klósettunum.

Það er eitthvað sem gerir alla græna af öfund!!

Svanhvít sagði...

Mikið er óréttlæti heimsins. Hún fær Hilmi Snæ og ég fæ Friðrik Þór og Megas?!?

Bastarður Víkinga sagði...

Vóvóvó.

Hver vill ekki fá blautan frá Megasi, ef ég má spyrja?

Draumur í dós, segi ég!