Blogg
Ég má til með að blogga um gærdaginn, því hann var einkar pródúktífur fannst mér, enda ég engin ofurkona eins og til dæmis vinkonur mínar Tinna og Sigga sem tækla barnamergð með öllu öðru sem fylgir lífi nútímakonu.
Mér tókst í það minnsta að klára allar pliktir fyrir jól og ýmislegt skemmtilegt líka. Systir mín kom úr Héraði í gær þar sem hún gerði sér lítið fyrir og dúxaði í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað, yngst dúxa, aðeins 16 ára. Hér á bæ springa stórar systur úr monti.
Ég fór í heimsókn til 1 stórskálds og 1 rithöfundar, hjá stórskáldinu fengum við María pínulítið leikaramyndaharmónikuhefti frá því einhverntímann um miðja síðustu öld og enn eldri söngbók sem skáldið sjálft ólst upp með.
Rithöfundurinn gaf mér bókina sína þar sem ég á þennan fína Doppelgänger í rannsóknarlögreglunni. Hana verður gaman að lesa um jólin.
Ég keypti allar síðustu jólagjafirnar, skrifaði og sendi öll síðustu jólakortin (af þessum fáu sem ég sendi) og bakaði tvær sortir af framúrstefnulegum smákökum af ynthernetinu. Ég fer ekki heldur í jólaköttinn, því nú á ég jólakjól og belti sem kostaði mig meira en öll þau belti sem ég hef nokkurntímann áður keypt samanlagt.
Svo var það pítsusneið og fjölskylduhittingur hjá afa (þriðja skáldinu) og ömmu uppi í Grafarvogi, þar sem ég gat loksins hitt Fjólu og Davíð og Moooola litla, og kvöldið endaði með mjög góðu kaffihúsaspjalli til miðnættis. Þegar ég kom heim tók reyndar við smá áfallahjálp því meðleigjandinn hafði keypt ógrynni af augnhárum, með perlum, fjöðrum og glimmeri, ásamt ýmsu öðru förðunardóti sem ég kann ekki að nefna, og þurfti smá post-innkaupastuðning þar sem réttlætt var að svo mikið hefði verið keypt.
Þetta var gærdagurinn minn, ég býst ekki við að blogga mikið af svona bloggum ("hvernig var dagurinn minn") fyrr en úti í Chile, þar sem líklega mun ýmislegt drífa á daga mína og reka á langar fjörur landsins sem ratar hingað inn. (Nei, ég fer ekki fyrr en í lok febrúar).
Gangi öllum vel svona á síðustu metrunum fyrir jól, og gleðilegar vetrarsólstöður!
föstudagur, desember 21, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
Og þú minnist ekkert á brjóstin hennar Guðnýar Halldórs.
Suss.
Nei, þú mátt eiga þau.
Djöfull ertu svöl! Ég myndi gefa annað eistað fyrir svona dag.
Hm.. hvaða kommenti var eytt?? Hér bíður þín stærsti jólapakkinn í húsinu! Og kort.. Knús sæta mín. Ritgerðin endaði vel :)
Takk fyrir kveðjuna og hafðu það gott um jólin!
Guðrún.
Og eins og BV segir, ég minntist ekki einu sinni á brjóstin hennar Guðnýjar Halldórs, sem áttu þó sterka innkomu.
Vá, á ég stóran pakka? Það er gaman:) Þú átt bara lítinn
Hei mér finnst blogg um dagana þína alltaf skemmtileg... takk fyrir báðar jólagjafirnar, þú ert best :)
Skrifa ummæli