Leikstjóradramað á Ölstofunni
FÞF mættur aftur á Ölstofuna í gær, leit framan í mig eins og ég væri gamall vinur (svona alveg eins og síðast) en eitthvað hefur honum ekki litist á það sem hann sá í þetta sinn, þar sem hann fór sína leið án þess að mæla orð af vörum (eða nota varirnar í eitthvað annað).
Það hjálpaði líklega ekki að Þórunn Vala litla ljóska vinkona mín sem sat við hliðina á mér sagði við hann "Nei, bara Hrafn Gunnlaugsson mættur. Það hlýtur að vera erfitt að fara á djammið fyrir þig, það þekkja þig allir." (Hún var ekki að djóka. (Þórunn ég elska þig.))
laugardagur, desember 15, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Ha ha ha ha
Vild' ég hefði verið þar !!!
Vild'ðú hefðir verið þar!
Skrifa ummæli