föstudagur, apríl 04, 2008

...Dreypti á norrænum djús

Hjálp!

Það eru Íslendingar á djúsnum mínum!




















Eitthvað er heilsuhugmynd Latabæjar þó búin að skekkjast, því í þessum safa er mun meiri sykur en ávaxtasafi. Maður þarf að passa sig á öllum söfum sem eru með ávaxta"bragði" eða sem heita "nectar", því það þýðir að þeir eru aðallega vatn og sykur, og kannski með smá ávaxtaþykkni. Meira að segja safarnir sem á stendur 100% appelsínur innihalda þó meira af vatni og sykri en appelsínum. Líklega þýðir það að appelsínurnar sem þó fara í drykkinn séu hundrað prósent appelsínur, rétt eins og sykurinn er hundrað prósent sykur.
Hins vegar er á öllum kaffihúsum hægt að fá nýkreista ískalda safa úr allskyns ávöxtum. Það bætir upp fyrir allt ávaxtabragðsvatnið í súpermarkaðnum. Sem og ef það eru Íslendingar á umbúðunum. (Mér fannst Stefán þó sætari en Maggi.)

En ekki nóg með það, því það eru líka kleinur á lyftiduftspakkanum!



















Chileískar kleinur heita reyndar ekki cleinos, heldur hinu lystaukandi nafni "Ónýtar nærbuxur".
Hér get ég því nærst á "íslenskum mat" (lyftidufti og sykurvatni) og þarf einskis að sakna. Ennþá á ég einn poka af Tyrkisk peber, en það má alveg senda mér meira, ef einhver nennir, sem og sítrónupipar, sem mig sárvantar einmitt líka. Heimilisfangið er einfalt:
Bustamante 273, depto 41.
Providencia, Santiago, Chile.

Takk og bless

1 ummæli:

Fjóla Dögg sagði...

Hæ hæ frænka

Hei þetta er algör snyld með safana meða Magga og Stebba. Já turkispepper Davíð er líka háður þeim og veit ég að hann á eftir aðbilja um sendingar vikulega þegar við flytju ;) Annars er hann á leiðinni til Wahsington í dag að keppa í Málflutningskepninni Jessup og er ekkert smá spenntur. Sakna þín og rosa gaman að lesa.

Kv Fjóla frænka