Alt eða ekkert
Ég fór í inntökupróf í kór í gær. Það var inn í kórinn sem kenndur er við Háskólann. (vil forðast að nefna nafn kórsins svo hann komi ekki alltaf umm þegar einhver slær því inn á google). Ég söng einhverja fimmundaskala fyrir kórstjórann og fannst mér ganga svona þrusuvel... en þá segir hann: „já, það er einhver truflun í röddinni...já, og þú ert áreiðanlega EKKI ALT.“ Já. Þetta sagði hann! Hann vildi samt ekki láta mig syngja hátt uppi „sjálfrar mín vegna“. Ég stóð á gati og kom varla upp hljóði. Hann sagðist þó vilja fá mig í kórinn, en „aðallega út af músíkbakgrunninum...“. Og viti menn, ég fékk email í morgun sem bar titilinn: "Velkomin í kórinn". Nú er bara spurning hvaða rödd ég verð látin syngja, alt eða sópran (glætan) eða hvort það verður búin til ný rödd fyrir mig, raddleysingjann.. þá fer ég fram á að hin nýja rödd verði nefnd perineum. Myndi það ekki hljóma vel?: "Nýtt kórverk fyrir sópran, perineum, alt, tenór og bassa".
Öðlingarnir í Ókind báðust reyndar til að lemja kórstjórann fyrir mig. Ég ætla samt að eiga það inni og láta aðeins reyna á kallinn.
mánudagur, janúar 12, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli