fimmtudagur, janúar 22, 2004

Það sem mér finnst fyndið í dag:

- Allar konurnar sem eru með mér í málnotkunarkúrsinum sem tísta eins og smástelpur þegar Haraldur kennari segir eitthvað sem er næstum því fyndið (bókasafnsfræðingar og grunnskólakennarar aðallega).

- Haraldur kennari sem er líkastur Hábeini heppna í útliti.

- Götuheiti við Melaskóla sem einhver sniðugur krakki hafði breytt í „Hórumelur“. (Það fannst mér GEÐVEIKT fyndið)

- Bíll sem ég keyrði á eftir í dag, með einkanúmerið SÆKÓ. Gerði mig talsvert óörugga í umferðinni að keyra á eftir einhverjum sem kallar sig sækó en sannfærði mig um að hér væri bara um misheppnað fyrirtækjaheiti að ræða (sbr BYKO).

- Kýrin sem át 1722 demanta á Indlandi

Takk fyrir.

Engin ummæli: