Þetta er nýjasta uppáhaldsbloggið mitt. Hreintungufasismi eins og hann gerist bestur. Hér er brot:
The Return Of The King opnaði vestanhafs. Maður getur opnað dyr, opnað dós o.s.frv. en mynd getur ekki opnað neitt. Kvikmynd er frumsýnd.
• Myndin þénaði 34,1 milljón dollara. Ónei. Maður getur þénað eitthvað til dæmis á vinnu sinni en mynd getur ekki þénað neitt. Kvikmyndafyrirtækið þénar á myndinni.
• The Two Towers tók inn 26,2 milljónir. Rangt. Maður getur tekið inn vítamín eða verkjatöflur. Mynd getur fært framleiðendum sínum peninga, þeir geta grætt svo og svo mikið á sýningu myndarinnar.
• Þetta er þriðji stærsti opnunardagur allra tíma. Voðaleg bölvuð vitleysa er þetta! Vera kann að um sé að ræða frumsýningardag sem er í þriðja sæti eða að einungis frumsýning tveggja annarra mynda hafi gefið meira af sér.
o.s.fr.v....
Það er alltaf jafn gaman þegar menn nenna að leita logandi ljósi að málvillum í illa prófarkarlesnum blöðum (þetta dæmi er úr Undirtónum sem er reyndar frægt fyrir fádæma lélega íslensku). Maður fær samt einhvern veginn í magann að hugsa: er ÉG svona snobbuð? Ég er allavegana á góðri leið með að verða það miðað við námið sem ég er í á hverjum degi!! Vei mér fasistanum.
P.s. þetta er einmitt maðurinn sem gerði BA ritgerð um bjúgnaorð í íslensku. Þau eru þrjú. Og getið nú hvaða orð það eru!
P.p.s. að skrifa BA ritgerð um bjúgnaorð í íslensku er eins og beint út úr smásögu eftir Þórarinn Eldjárn...
þriðjudagur, janúar 13, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli