Þetta blogg er til heiðurs Toyotu Corollu 1984 út um allan heim
Toyota Corolla 1984 eru frábærir bílar. Sérstaklega einn, minn bíll. Fyrir þá sem vita það ekki lítur hann svona út:
Þetta er reyndar ekki hann en hann er alveg eins. Í tilefni dagsins fórum við skötuhjúin með hann á bílaþvottastöð. Það var okkur mjög framandi og er ekki laust við að við höfum orðið pínuhrædd... Þetta ERU nú ekkert smá tæki og bíllinn ER nú orðinn 20 ára - enda fór smá málning af á stöku stað... ekkert alvarlegt þó.
Ps. Ég mæli með síðunni www.lisaiundralandi.com og sérstaklega gestabókinni þar sem Helga Rafns-grúppíur keppast við að hylla hann ;) Er ekki búin að fara á sýninguna en heimasíðan er nógu flott, ég þarf ekkert að fara...
sunnudagur, janúar 18, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli