Toyota Corolla 1984 eru frábærir bílar. Sérstaklega einn, minn bíll. Fyrir þá sem vita það ekki lítur hann svona út:

Þetta er reyndar ekki hann en hann er alveg eins. Í tilefni dagsins fórum við skötuhjúin með hann á bílaþvottastöð. Það var okkur mjög framandi og er ekki laust við að við höfum orðið pínuhrædd... Þetta ERU nú ekkert smá tæki og bíllinn ER nú orðinn 20 ára - enda fór smá málning af á stöku stað... ekkert alvarlegt þó.

Ps. Ég mæli með síðunni www.lisaiundralandi.com og sérstaklega gestabókinni þar sem Helga Rafns-grúppíur keppast við að hylla hann ;) Er ekki búin að fara á sýninguna en heimasíðan er nógu flott, ég þarf ekkert að fara...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli