Bætti við hlekkjum á þrjár myndarkonur í íslenskunni, þær Láru, Sigurrósu og TóTu.
Megi þær vel þrífast og blogga sem mest.
Tælenski maturinn var himneskur en ísinn og íssósan mikla í boði Andra gerðu útslagið, eins og sjá má hér
Keflavík er skrýtinn bær. Götunöfnin eru öll þau sömu og í Reykjavík, Sólvallagata, Hringbraut, Suðurgata, Túngata, Ránargata, Vesturgata, Klapparstígur... og nöfnin á sjoppunum eru hvert öðru meira lummó, dæmi Ungó, Ný-ung..
Svo veit maður ekki fyrr en maður er kominn í Njarðvík, nema þá fer að standa eitthvað eins og Njarðvíkingurinn á húsunum. Og þá snýr maður við og heldur áfram að leita að húsinu sem maður var að leita að, þ.e. kotinu hennar Rutar Ég þakka Rut í Koti kærlega hýlegar móttökur, og ólíkt skemmtilegra að kíkja þangað en að húka úti í Leifsstöð að bíða eftir tengdaforeldrum í seinkaðri flugvél. Heimsferðir eiga ekki mikið hrós skilið fyrir þessa ferð, á leiðinni út voru 72 pör af skíðum skilin eftir , eins og frægt er orðið, ("farþegar tóku bara of mikinn farangur með sér" En þetta var SKÍÐAferð!) og á leiðinni heim seinkaði vélinni um 2 tíma því Heimsferðir tímdu ekki að kaupa nema eitt tjekk-inn púlt, svo ein kona þurfti að tékka inn yfir hundrað manns og á meðan þurfti að láta heila vél bíða í 2 tíma. Þetta kalla ég að spara á vitlausum stöðum.
sunnudagur, febrúar 15, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli