Bókasafnsfræðingar mótmæla!
Ég lenti í því um daginn að vera stödd í tíma (málnotkun, þessi þar sem er fullt af "eldri" konum sem hlæja) en fyrir framan mig og vinkonur mínar sat einmitt hrúga af bókasafnsfræðinemum, allar nokkuð eldri en 30 ára og hlustuðu með stjörnur í augum á Harald kenna okkur um þágufallssýki. Ég komst fljótt að því af hverju þessar konur fóru í bókasafnsfræði. Þær hafa nefnilega gríðarlega viðkvæmar hljóðhimnur og hvert minnsta hljóð fer í þeirrar fínustu. Þá eru bókasöfn nú hentugur vinnustaður. Þær sneru sér a.m.k. oft við til að sussa á okkur smástelpurnar sem vorum svo óheppnar að missa óvart út úr okkur orð á sam tíma og kennarinn gerði sig tilbúinn til að opna munninn til að tala. Það er svo sem skiljanlegt að þær þurfi að æfa sig í að sussa, en mér finnst að þá ættu að vera sérstakir sussutímar, t.d. 05.45.39 Suss, þar sem allir bókasafnsfræðingarnir setjast í hring og þegja, og þegar einhver segir eitthvað er hann sussaður í kaf. Mér finnst þær ættu allavegana ekki að æfa susstækni sína á saklausum íslenskunemum.
mánudagur, febrúar 02, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli