fimmtudagur, febrúar 12, 2004

Fyrsta blogg úr Garðinum Árna:

Voðalega er fólk lítið að blogga þessa dagana, fleiri fleiri síður eru í lamasessi (hvað er það annars?) og virðist sem ekkert sé að gerast hjá fólki í kringum mig...

Í gær sá ég tvo menn bera á milli sín risastóra glerplötu yfir gangstétt. Svo hjólaði kona framhjá. Hvað ég hefði ekki gefið fyrir að sjá konuna hjóla í gegnum glerplötuna eins og í bíómyndunum..

Í kvöld verður eldaður tælenskur matur á Ásvallagötunni. Vitið þið um einhverja góða (eða slæma) tælenska tónlist til að hafa sem dinner?

Jæja, aftur inn í tíma til skríkjandi bókasafnsfræðinga.

Engin ummæli: