
Þetta eru hinir frægu Karsk-dropasteinshellar í Slóveníu.Og eftir að hafa í 20 ár hlustað á mömmu tala um hvað þetta sé flottasti staður á jarðríki er ég ekki frá því að vera orðin soldið spennt að fara. Sérstaklega í ljósi þess að ég HEF komið í þessa hella, en man því miður ekkert eftir því, því þá var ég önnum kafin við að hafa það hlýt og notalegt í MAGA móður minnar. Þess vegna eru þessar lýsingar mömmu jafn vel enn þá sárari, ég hef komið á staðinn í hennar líkama en ekki séð neitt!
Nú skal ég sko fá að sjá þessa hella... (vonandi vonandi verð ég ekki fyrir vonbrigðum:)
Spurning dagsins (, og þessu hef ég pælt í lengi): Hvort hafa slöngur rosalega langan háls eða rosalega langan hala?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli