þriðjudagur, september 28, 2004

Klaufalegt
Tveir menn hafa líklega misst andlitið allvel oní kaffibollann ef þeir lásu Fréttablaðið i morgun, en það eru þeir Páll Baldvin Baldvinsson og Ari Páll Kristinsson (málfræðingur). Á bls 20 er þeim, sem og öllum öðrum tilkynnt það að þeir séu látnir, þ.e. nöfn þeirra standa undir dálkinum Andlát. Fyrir neðan kemur þó i ljos að þeir eru langtífrá dauðir, heldur er annar 51 árs i dag og hinn 44 ára. Það hlytur þó að vera svona smá sjokk að lesa nafnið sitt i andlátstilkynningunum, sér i lagi a afmælisdaginn.

Þetta minnir mig a stelpu sem eg þekki sem lenti i því fyrir nokkru að missa afa sinn, og skrifaði um hann minningargrein eins og tíðkast. Greinin birtist aldrei hjá afanum, heldur hja einhverjum allt öðrum gömlum manni! Það var svosem í lagi fyrir hana þegar hun loksins komst að þessu, en ólikt verra fyrir aðstandendur hins gamla mannsins, að sjá grein eftir eitthvað barnabarn sem enginn hefur séð eða heyrt um....! Óþægilegt svona á dánarbeðinu...

Engin ummæli: