sunnudagur, september 05, 2004

Urrrrrr... Ég er að skrifa á iMac. Ég á eftir að nota þennan iMac í vetur, því hann er eina tölvan í nýja húsinu mínu. iMac er leiðinlegur og leyfir mér ekki að gera at-merki. HRRRMMPPPF. Húsið er ekki leiðinlegt. Húsið er gott. Sá sem vill gefa mér eða selja mér kjölturakka (laptop) ódýrt er líka góður. Benni er góður. Ís er góður. Mig langar í ís. Hjá Óla Frímanns. Óli Frímanns er góður?? Verður bara að vera það.


Skólinn byrjar á morgun. Ef nýja stundataflan mín verður eins og ég vil hafa hana er ég ekkert í skólanum á þriðjudögum og föstudögum... er það ekki eitthvað grunsamlegt...?

Það er gaman í IKEA. Ég mæli með góðum túr í IKEA á rigningardegi. Þar er alltaf hægt að finna eitthvað litríkt og skemmtilegt til að lífga upp á húsið sitt. Ég keypti teppi, handklæði, mæliskeiðar, mottu, rúmföt, geisladiskastand og glös í IKEA. Mest af því var rautt, Magda segir að ég kaupi rauða hluti af því að ég sé full af orku... ætli það sé ekki bara rétt hjá henni, ég er bara ansi orkumikil þessa dagana. Sem er eins gott þegar maður er að læra að skipta um bleyjur og baða og mata í fyrsta sinn einhvern sem er eldri en 2 ára.

Kveðjur af Reynimelnum, og verið velkomin í heimsókn, (nr 58, það stendur Benidikt H. Bjarnason á bjöllunni) ég á glös, og oftast eitthvað í þau líka :)

Engin ummæli: