föstudagur, desember 03, 2004

Helvítis skammdegið lætur mann gera ljót hluti. Eða að minnsta kosti næstum því. Ég var að labba heim úr skólanum eftir langa setu á bókhlöðunni og lítil afkost, það var kalt og dimmt, þó klukkan væri rétt rúmlega fimm. Ég gekk eftir Reynimelnum og sá fótbolta á jörðinni sem einhver hafði gleymt. Var í þannig skapi að ég ákvað að sparka eins fast og ég gæti í boltann. Var búin að munda fótinn, tilbúin með sparkið þegar ég sá að kúlan við fæturna á mér hreyfði sig. Þetta var þá ekki bolti heldur köttur sem ég var næstum búin að senda yfir á gangstéttina hinumegin. Ég rétt náði að stoppa mig og bæði kötturinn og ég vorum dauðslifandi fegin, ég að hafa ekki drepið hann og hann að vera á lífi. Ég klappaði honum aðeins í staðinn og skellti upp úr í móðursýkiskasti og hélt mína leið. Hvað varð um köttinn veit ég ekki.

Engin ummæli: