Óvenju sumarlegt á Sumardaginn fyrsta
Þetta er í alvörunni fyrirsögn á mbl.is í dag. Sorglegt, ekki satt? En við erum líka að mínu viti eina þjóðin sem heldur upp á fyrsta sumardag og við gerum þad aaaalltof snemma.
Einhverjir taka kannski eftir því að þetta blogg inniheldur íslenska stafi, þad er af því að ég var ad finna hlekk á sniduga síðu sem breytir útlenskum stöfum í íslenska.
Aðrir kunna að taka eftir því að þetta er annað bloggið mitt í dag. Þad kemur til af því ad ég hef barasta ekkert ad gera og hangi því bara á netinu eins og auli. Tógapartí á Erasmusadiskóinu í kvöld, spurning hvort maður fari, held ég beili samt á tóganu, á ekkert hvítt lak.
Maðurinn við hliðina á mér er gamall og feitur og ofboðslega stoltur af syni sínum, sem er þyrluflugmaður einhvers staðar, hann sýndi mér stoltur mynd af honum í
þyrlunni og aðra mynd sem sonurinn hafði tekið úr þyrlunni af strönd Brasilíu. Spurði hvaðan ég væri, frá Íslandi sagði ég, hann varð voðalega ánægður ad kunna nafnið á einhverju héraði á Finnlandi, en eins og allir hérna hélt hann að ég væri þaðan.
Mér finnst alveg frábært þegar fólk hérna byrjar bara að spjalla upp úr þurru, í gær var ég til dæmis stoppuð úti á miðri götu af fólki sem sagði mér að þeim þættu Spánverjar ljótir, og sögðu að ég þyrfti ekkert að hafa áhyggjur, ég liti ekkert út eins og Spánverji. Þau voru frá Rúmeníu. Í gær hjálpaði ég líka konunni sem vinnur í kínversku búðinni á horninu með spænskuverkefnið sitt, hún var ein að vinna og vantaði hjálp.. Samt er fólkið hér á Madridarsvædinu sagt mjög kalt og lokað, það er miklu blóðheitara og ópnara fyrir sunnan, og ég tók líka eftir því að í Galissu (fyrir nordan) er fólkið mun almennilegra, fólk segir "verði þér að góðu" þegar það gengur fram hjá borðinu manns á veitingahúsi, og búðarkonurnar hreyta ekki bara framan í mann "Díme" (segðumér) (sem er reyndar alls ekki dónalegt, en það er soldið erfitt að venjast því).
Margir af Erasmus krökkunum eru hundleiðir á Alcalá og nenna ekkert að hanga hérna lengur. En mér finnst fínt hérna, finnst alveg nóg af fólki og ef maður vill meira þá er Madrid bara hálftíma í burtu, þar er alveg nóg af fólki.. ætli það sé ekki af því að ég er frá Íslandi þar sem ekki býr mikið af fólki..? Annars er ég alltaf hrifnari af litlum borgum en stórum, Reykjavík er til dæmis alveg fullkomin fyrir mig!
Jæja, ég ætla að reyna að leita uppi einhverja vini til að leika við í kvöld, ætli það verði ekki finnskurnar...
fimmtudagur, apríl 21, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli