þriðjudagur, apríl 05, 2005

Í dag er ég búin ad gera stórinnkaup á flugmidum. Frá Madrid til Kaupmannahafnar gegnum Holland, frá Koben til Ísalands og alla leid til baka. Thessi ferd verdur farin 12. til 17. maí, gerid ykkur tilbúin tví Svanhvítin er á leid í heimsókn! Adallega thó til ad verda vitni ad tví thegar hún María Sól litla systa verdur vígd í kristinna manna tolu á hvítasunnudag, en líka til ad fá ad knúsa adeins vini mína, kannski kíkja í heimsókn í ponnukokur á stoku stad og fylla á lakkrísbirgdir (nei Thura, ég er EKKI búin med drakúla og Tyrkisk peberinn)

Hin midainnkaupin voru frá Madrid til Prag, 28. apríl til 2. maí, thad aetla ég ad hitta vinkonur mínar Ivku (Slóvakía), Jonu(Tékkland) og Manuelu (Sviss). Ég held ad thetta verdi alveg aedisleg ferd, vid fáum ad gista heima hjá Jonu, skodum okkur um í Prag og forum í bíltúr ad skoda kastala.

En thangad til er reyndar ein ferd í vidbót í bígerd, aetli ég borgi hana ekki á eftir, hún er til Galiciu á Nordur-Spáni, vid forum á strondina og til Santiago de Compostela og fleiri stada, 14.-17. apríl, semsagt bara rétt brádum. Ég skal vinka frá strondinni, gáid hvort thid sjáid mig ekki! Ég verd alveg á horninu á Spáni...

Skriffinnskan hér á Spáni er reyndar alveg ad fara med okkur, amk okkur skandinavana, Niina vinkona gerdi sér ferd til Guadalajara (baerinn thar sem deildin hennar er, 50 km í burtu) til ad ná í háskólaskírteinid sitt (NB ég er ekki búin ad fá mitt og fae thad ekki fyrr en í júní). Hún var búin ad láta taka af sér mynd fyrir kortid og búin ad bída í thessar vikur sem thad tók ad búa thad til, svo thegar hún aetladi ad ná í thad var henni sagt ad, nei, thitt kort er ekki tilbúid, thú skiladir inn SVART/HVÍTRI mynd, hún á ad vera í LIT!

Ég veit ekki hvert Niina aetladi hún var svo pirrud...

Thad er líka alveg merkilegt hvad Spánverjar eru uppteknir ad passamyndum. Sídan ég kom hingad er ég búin ad láta frá mér hátt í 20 myndir af sjálfri mér í alls kyns plogg, kort og skírteini. Tharf madur nokkur ad skila inn nokkurri mynd thegar madur skráir sig í HÍ?
Hér tharf 3 myndir fyrir Erasmus skrifstofuna, 2 fyrir heimspekideildina, eina fyrir hvert einasta námskeid sem madur tekur, adra fyrir Erasmusskírteini, meira ad segja er ég med mynd af mér á kortinu í líkamsraektarstodinni.. Ég komst fljótt upp á lagid med ad láta litljósrita myndir af mér, thad er thad sem allir gera hérna.

Mest af thessu er bara skriffinnska, en konan sem vinnur á erasmusskrifstofunni í heimspekideildinni (hún er reyndar sú einasem kallar mig Svanhvíti) sagdi mér ad kennararnir notudu líka myndirnar til ad gefa einkunn, ef their kannast vid andlit sem maetti oft í tíma og spurdi mikid er líklegra ad sá hinn sami fái haerri einkunn. Hmm... spurning um ad fara ad sitja alltaf fremst?

Jaeja, thetta er nú komid nóg er thad ekki. Bid ad heilsa,

Svankvit

Engin ummæli: