þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Þessa dagana hangi ég mikið á visir.is og mbl.is á smáauglýsingasíðunum í leit að íbúð fyrir veturinn, áðan rakst ég á þetta:

"27 ára gömlum málvísindanema vantar stúdíóíbúð/gott herbergi nálægt HÍ."

Ef maðurinn tekur fram sérstaklega að hann sé málvísindanemi hlýtur hann að vera að meina eitthvað með því að segja mér vantar í sömu setningu... eða hvað?

P.s. látið endilega vita ef þið fréttið af 3 herbergja íbúð í RVK sem er til leigu, ég og Sigurrós erum að verða desperaaaat..

Engin ummæli: