sunnudagur, ágúst 07, 2005
Við rjúfum þessa útsendingu með fréttaskoti.
Í fréttum er þetta helst:
Frétt 1.
Eftir tæpan mánuð flyt ég í áttunda sinn frá því 1999. Ég held mig við "heimahagana" í Vesturbænum, eftir að hafa búið á Kvisthaganum, Ásvallagötunni og Reynimelnum flyt ég í Faxaskjól þar sem ég og Sigurrós ætlum að búa næsta ár eða svo. Við erum ekkert lítið spenntar, og í gær, eftir undirskrift leigusamninga töluðum við fjálglega með miklu handapati um allt það sem við ætluðum að baka, þæfa, elda, mála, drekka og föndra í litla hreiðrinu okkar. Systur minni fjórtán ára, sem kann ýmislegt fyrir sér í feng shui fræðum, fannst við orðnar heldur æstar og benti okkur á að við yrðum að passa okkur á að láta ekki yang-ið ná yfirhendinni yfir yin-inu, við yrðum að passa jafnvægið. Ég ætla að ráða hana til að innrétta íbúðina, hún getur sagt okkur í hvaða átt rúmin eigi að snúa og hvaða litir henti best fyrir svona skellibjöllur eins og við getum verið saman! en þá býst ég við að allt þurfi að vera grátt og hvítt til að róa okkur niður!!
Frétt 2.
Þeir sem hafa áhyggjur af því að ég hafi ekki ferðast nóg upp á síðkastið geta tekið gleði sína, því núna þann 26. ágúst fer ég í smá ferð til Finnlands, til að hitta vinkonur mínar þar, þær Pepi, Niinu og Kötju.
(Það vaaaar bara svo gott verð á ferðum þangað...ég varrrrð að fara)
Þar mun ég vonandi fara í saunu, fara að djamma eins og Finnum einum er lagið og borða lihapiirakka og pulla og fara á ströndina (já!?) Mér skilst á þessum vinkonum mínum að allir Finnar eigi sumarhús við vatn eða sjó, og þar er undantekningalaust sauna og bryggja og lítill bátur. Ég er boðin í tvö svona hús og ætla sko að þiggja það. En mest langar mig samt í Múmínland.... bíddu hvað er ég eiginlega gömul? Spurning hvort þær nenna nokkuð með mig þangað.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli