mánudagur, ágúst 22, 2005

Pistillinn Sniðugt í útlöndum eftir Svanhvíti Lilju Ingólfsdóttur

TÉKKLAND
Í Prag er mjög gamalt og skemmtilegt almenningssamgöngukerfi. Maður er frekar lengi að komast á milli staða, og þarf að skipta svona 3 sinnum á leiðinni í gegnum bæinn, og prófa strætó, sporvagn og metro í hverri ferð, en maður þarf aldrei að bíða lengi eftir hverjum vagni. (amk þegar ég fór með tékkneskri vinkonu minni sem kunni mjög vel á kerfið).

Þar eru miðar keyptir í sérstökum sjálfsölum, gulum kössum sem standa víða um bæinn, og þeir eru svolítið skemmtilegir. Þeir hafa persónuleika, eða það halda amk Tékkar, og finnst öruggara að styggja þá ekki, og strjúka þá blíðlega þegar þeir vilja ekki prenta út miðann eða gefa til baka. Þess vegna er gul málningin alveg máð af á stórum parti á kössunum. Ég hélt fyrst að vinkona mín væri að grínast þegar hún sagði mér þetta, en svona er þetta á öllum sjálfsölunum. Mér finnst þetta sæt hefð, miklu betra en að sparka og blóta.

Næst verður fjallað um Finnland og djammhefðir þar.















Almenningssamgöngur í Prag eru mjög fjölbreyttar.

Engin ummæli: